Saga


Saga - 2017, Side 190

Saga - 2017, Side 190
útskýra lýsingar Jóns á ofsóknum, í stað þess að álykta einfaldlega sem svo að þær séu raus og rugl (255, 258; sbr. 289). Jón „hrökklaðist frá Arnarstapa … síhvekktur af ásóknum fjölkunnugra“ (293) og gat síðan ekki sótt sjó fyrir ofsóknum (325). Viðar veit af túlkunarvandanum og segir um ávirðingar Jóns á hendur Ormi hinum illa Þorleifssyni: „Erfitt er að ráða með nokkurri vissu í þau erindi Fjölmóðs sem segja frá þessum atburðum. Jón er samur við sig og veigrar sér við að skrifa allt það hraklega sem hann vissi um þennan ofsækjanda sinn“ (331–332). Miklu nær væri að halda að upprifjun Jóns sé þrungin ímyndunum og blandin ofsóknarkennd, heimild um hugarheim en ekki atburði. Þau hjónin halda áfram að hrekjast og skotið er skjólshúsi yfir þau (401–402); á endanum eru þau orðin „pólitískt flóttafólk“ (423). Viðar bætir jafnvel um betur og gengur lengra en Jón sjálfur þegar hann veltir því fyrir sér hvort „íslenskir valdamenn“, væntanlega biskupar og lögmenn, hafi verið „í samkrulli“ við Olav Pedersen, umboðsmann konungs, um atlögu gegn Jóni og syni hans, séra Guðmundi, árin 1630 og 1631 (439). Fyrirvari kviknar síðar: „Þótt frásögn Jóns í Fjölmóði sé skilmerkileg er auðvelt að álykta að hann hafi verið illa haldinn af ofsóknaræði og séð óvini og galdrakindur í hverju horni“. Þessu bægir Viðar svo frá sér með marg- víslegum rökum enda hafi allir trúað á galdra og óvinirnir verið raunveru- legir (458). Hér og víðar hefði hann mátt staldra við og gaumgæfa betur heimildargildi kvæðisins — það stenst nefnilega ekki að því beri „nær alltaf saman við ritaðar heimildir þegar þeim er til að dreifa“ (622). Lesendur geta svo sem lagt mat á kvæðið sjálfir, því Fjölmóður er prentaður á spássíum með ýktu gotnesku letri í rauðum lit, oftast eitt eða tvö erindi í opnu. Þau passa hins vegar aldrei við meginmálið og nægir að nefna þá hugmynd Jóns að galdrakarl hafi drepið föður hans, sem er á spássíum á bls. 50–60 en umræða Viðars á bls. 140–142. Texti kvæðisins er því fremur til skrauts en skilnings- auka. Vissulega varð Jón fyrir mótlæti og komst í hann krappan, fyrst fertugur vegna frásagnar sinnar af svonefndum Spánverjavígum haustið 1615 og næst fáum árum síðar vegna galdraiðkunar og lækninga á Snæfellsnesi, loks vegna galdrakvers sem hann árið 1631 gekkst við að hafa skrifað. Viðar hefði þó mátt snúa viðhorfi Jóns í meira mæli á haus og ræða manninn sem geranda í eigin lífi, eins og nú er sagt, til dæmis út frá þeirri fullyrðingu að hann hafi verið „fyrsti raunverulegi andófsmaðurinn“ (534), sem hvergi er fylgt eftir. Sjónarhorn hins raunaþjáða kvakandi karls er fyrir vikið ráðandi í frásögninni, enda þótt höfundi þyki mikið til Jóns koma, svo sem sést á staðhæfingum um skapgerð hans: „skrafhreifinn og glaðsinna“ (147) og „ræðinn og skemmtilegur“ (261) en líka „glaðsinna og ræðinn“ (329) og að öllu samanlögðu „heillandi maður, velviljaður og jákvæður, örugglega lífsglaður að eðlisfari“ (420). Eins kemur fram „að hann naut virðingar fyrir fræðistörf sín og varð eftirsóttur til fræðistarfa“ (120–121). Hann var „eftir- sóknarverður fyrir eigin verðleika“ (153) og „í metum hjá höfðingjum“ (161) ritdómar188 Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 188
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.