Saga - 2017, Page 225
þekktur fyrir árið 1970 eða svo, þ.e.a.s. konur!
Það er í ljósi þessa sem aðstandendur ritsins hefðu e.t.v. átt að íhuga að
skrifa um kvenna- og kynjasögu í sérstökum kafla og fara þannig sömu leið
og gert er hvað varðar bæði réttarfarssögu og menningarsögu tímabilsins.
Þá er þetta einnig spurning um hverra saga það er sem er sviðsett,
hverjir fá að tala o.s.frv. Áður var vikið að því hvernig sagan er stundum séð
gegnum ákveðnar persónur. Það hefði verið upplagt að nota þá aðferð í
umfjöllun um sögu kvenna og skoða þróun kvennahreyfingarinnar á þriðja
áratug 20. aldar gegnum Ingibjörgu H. Bjarnason og frumvörp sem hún
lagði fram á Alþingi um málefni kvenna, svo að dæmi sé tekið. Saga Rauð -
sokkahreyfingarinnar og kvennalistans er annað efni sem hefði boðið upp
á ótal möguleika til slíkra sviðsetninga.
Eins og komið hefur fram eru þrír höfundar að þessu lokabindi. Jón karl
Helgason ritar sérstakan kafla um menningarsögu. Eins og ritstjórar
verksins gera grein fyrir voru sérstakir kaflar um sögu bókmennta og mynd-
listar í fyrri bindum verksins auk einstakra kafla um tónlist og byggingarlist
á ákveðnum tímabilum. Á 20. öld aftur á móti var „íslenskt menningarlíf
síður en svo einskorðað við þessi ofangreind svið og því þótti við hæfi að
greina frá straumum og stefnum í öllum helstu birtingarformum menningar
í einum kafla“ (bls. VIII). kaflinn, sem ber yfirskriftina „Burðarvirki ís -
lenskr ar nútímamenningar“, er að mínu mati sérlega áhugaverður vegna
þess hvað hann tekur á efninu íslensk menningarsaga á 20. öld á fjölbreyti-
legan hátt. Jón karl lýsir helstu straumum og stefnum í þróun hinna ýmsu
listforma, eða hvernig „módernísk fagurfræði hefur áhrif innan hverrar list-
greinarinnar á fætur annarri“ (bls. 319). Þá er menningarpólitík tímabilsins
einnig skoðuð frá ýmsum hliðum. Farið er t.d. ofan í átök og klofning innan
fagfélaga listamanna sem bæði tengdust stjórnmálum og ástandi heimsmála
en einnig persónulegri togstreitu um „völd, peninga og tækifæri“ (bls. 357).
Þetta er svo fléttað saman við umfjöllun um hina fjárhagslegu og stofnana-
legu umgjörð menningarlífsins, eða „burðarvirkið“ eins og höfundur kýs að
kalla hana, en það samanstendur af „einstaklingum, fyrirtækjum, hópum og
stofnunum sem ýta undir eða standa í vegi fyrir að listaverk verði til og
listviðburðir haldnir“ (bls. 319). Eins og höfundur segir sjálfur skoðar hann
efnið aftur á móti ekki svo mjög út frá einstökum listamönnum og verkum
þeirra þótt vissulega megi einnig finna slíka umræðu.
Þessi kafli er að mínu mati afar gott framlag til íslenskrar menningar sögu.
Segja má að hann sinni mjög vel því hlutverki yfirlitssögu að kerfisbinda
sögu ákveðinnar heildar, í þessu tilviki sögu íslensks menningarlífs. En hann
gerir þetta á mjög ferskan hátt, með því að tefla saman þáttum sem ekki er
beinlínis venja að draga fram eða skoða í samhengi. Þannig gefur hann líka
nýja innsýn í hvernig menningarlífi Íslendinga vatt fram á 20. öld. Um leið
hlýtur kaflinn að verða mjög gagnlegur fyrir áframhaldandi rannsóknir.
Þá ritar Sigurður Líndal kafla um íslenska réttarfarssögu og ber hann
ritdómar 223
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 223