Saga - 2017, Page 233
kalla Ísland nýlendu (bls. 308) — Ísland var hjálenda) er sagt að hér hafi
verið þjálfaðar ljósmæður og hjúkrunarkonur (nurses) upp úr 1760 en á auð -
vitað að vera ljósmæður og læknar (bls. 283). Að öðru leyti kom ég ekki auga
á margar villur. Hins vegar er lítið eða ekkert fjallað um fyrirbæri sem eru
enn ljóslifandi í Íslandssögunni, eins og galdrafárið og Tyrkjaránið.
Sextíu myndir prýða bókina. Enginn íslenskur fræðimaður var hafður
með í ráðum og aðeins ein mynd tengist sögu Íslands. Það kemur ekki á
óvart að það skuli vera málverk af þjóðhetjunni Jóni Sigurðssyni. Í einu
próförkinni sem ég fékk senda var málverkið sagt vera eftir Þórarin B.
Þorláksson. Ég leiðrétti það og sagði að myndin væri eftir August Schiött,
upplýsingar sem ég fékk frá Alþingi. Svo klaufalega vill til að þessi leiðrétt-
ing var bara tekin til greina að hálfu. Í myndartexta stendur orðrétt og staf-
rétt : „Portrait of the icelandic [sic] politician Jón Sigurðsson … by Schiött,
owned by the Icelandic parliament … Painting by Þórarinn B. Þorláksson.“
Sem sagt: Schiött og Þórarinn skiptust á að mála þessa mynd. Ég fékk eina
próförk og var sumt tekið til greina sem ég óskaði leiðréttingar á — en
annað ekki. Þetta er mjög óvenjulegt miðað við reynslu mína af að gefa út
hjá erlendum forlögum. Fram að þessu hefur allt verið leiðrétt sem ég hef
beðið um.
Ritstjórar ákváðu að „the proper names in this volume are spelt in the
standard modern Scandinavian form“ (bls. xxiii). Þetta útskýrir af hverju tvö
sérnöfn — københavn og Føroyar — koma fyrir alls staðar í ritinu, sem er
fremur sérstakt þar sem Copenhagen og the Faroe Islands eru viðurkenndar
þýðingar á enskri tungu, en ekki af hverju önnur eru á ensku. Ísland er t.d.
ávallt nefnt Iceland (en ekki Ísland), Noregur Norway (en ekki Norge),
Grænland Greenland o.s.frv.
Ekki hefur alltaf gengið slysalaust að stafsetja íslensk heiti. Sparlega er
farið með þ og ð. Hér eru á ferð Dadi Gudmundsson (bls. 58) og Gud -
brandur Thorláksson (bls. 58, 1014) eða Thorlaksson (bls. 620). Alþingi er
stafsett á margvíslegan hátt, t.d. Alpingi (bls. 282, 283), Althing (bls. 282) og
jafnvel allting (bls. 915). Tímaritið Þjóðólfur gengur undir nafninu þjóðalfur
(með litlum staf, bls. 798). Hugtakið Alþingi er þýtt á ensku sem diet (bls.
282). Diet þýðir stéttaþing og á alls ekki við um alþingi Íslendinga (assembly
er orðið nokkuð viðurkennt og oft sér maður Icelandic parliament). Höfuðs -
maður/hirðstjóri er kallaður captain (sem ég hef aldrei séð fyrr) og fleira
mætti telja. Það er brýnt verkefni fyrir íslenska sagnfræðinga að koma sam -
an íðorðabók um íslensk sagnfræðileg hugtök á ensku.
Heimildaskráin er tæplega 80 blaðsíður á lengd. Þar er aðeins að finna
um tuttugu rit eftir íslenska fræðimenn (ekki eru taldar með heimildir
notaðar í „íslenska“ kaflanum, sem eru flestar á íslensku), og er fyrst og
fremst um að ræða ritverk sem hafa verið skrifuð á ensku eða hinum nor-
rænu málunum. Ófáar doktorsritgerðir er þar að finna, t.d. eftir Gísla
Gunnars son, Gísla Ágúst Gunnlaugsson, Hrefnu Róbertsdóttur, Hjalta
ritfregnir 231
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 231