Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 14

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 14
14 gestanna. Hér með langar mig fyrir hönd kórsins að þakka Hólmvíkingum innilega fyrir hlýjar og góðar móttökur. Eftir að Hólmvíkingar höfðu verið kvaddir var lagt af stað á nýjan leik þar sem næsti áfangastaður var Árneshreppur og þar var fyrirhugað að gista næstu tvær nætur og halda tónleika í Árneskirkju kl. 16 næsta dag. Þegar í Árneshrepp var komið var haldið beint til Norðurfjarðar og þangað var komið kl. eitt um nóttina. Á hlaðinu þar tóku á móti okkur heiðurshjónin Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason – þau buðu hópnum í bæinn og þar beið okkar kaffi og hlaðið borð af alls konar góð gæti. Flestir ferðalangarnir gistu hjá Margréti og Gunnsteini en þau hjón hafa innréttað gamla frystihúsið á afar smekklegan máta og gert að gistiheimili. Ekki voru þó alveg allir sem gistu þarna þar sem sumir gistu í barnaskólanum á Finnbogastöðum og aðrir hjá ættingjum í sveit inni. Daginn eftir var farið í skoðunarferð að Munaðarnesi og eftir það í Krossneslaug þar sem sumir skelltu sér í sund en aðrir röltu um og tóku lífinu með ró. Nú var liðið að hádegi og hópurinn var búinn að panta hádegisverð hjá Einari Óskari Sigurðssyni, staðarhaldara á Kaffi Norðurfirði. Einar og hans fólk sáu um allan viðurgjörning fyrir hópinn meðan dvalið var í Árneshreppi og gerðu það með miklum sóma. Að loknum hádegisverði fóru kórfélagar að undirbúa sig fyrir tónleikana sem áttu að hefjast kl. 16 í Árneskirkju. Tónleikarnir tókust með ágætum og voru mjög vel sóttir af heimamönnum og gestkomandi þrátt fyrir að enn væru töluverðar annir á bæjunum þar sem sauðburði var ekki lokið. Um kvöldið var snæddur kvöld verður og stiginn dans fram eftir kvöldi undir dillandi spili og söng sem nokkrir kórfélagar höfðu veg og vanda af. Heimferðardagurinn 5. júní rann upp og um tíuleytið tíndist ferðafólkið upp í rútuna og var haldið af stað til Djúpavíkur þar sem ákveðið var að staldra við á Hótel Djúpavík og fá leyfi til að skoða hannyrðasýningu Pálínu Jennýjar Þórólfsdóttur frá Finnbogastöðum og nemenda hennar. Palla var hún kölluð af sveitungum sínum og fyrir utan húsmóðurstörfin var hún handavinnukennari við Finnbogastaðaskóla á árunum 1966– 1985. Eva, hótelstjórinn á Djúpavík, tók vel á móti hópnum og það var auðfengið leyfið að skoða hannyrðasýninguna þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.