Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 17
17
Útgerð Hilmis ST-1, sem undirritaður var hjá veturinn 1961–1962,
ákvað um veturinn að stunda smásíldarveiðar við Steingrímsfjörð
sumarið 1962. Sömu menn voru í áhöfn og um veturinn,
þeir voru: bræðurnir Guðmundur (Mummi) Guðmundsson,
Gústaf (Dúddi) Guðmundsson og Hrólfur Guðmundsson, Jónas
Ragnarsson, systursonur þeirra, Magnús (Maggi) Ingimundarson
og Þorsteinn (Steini) Guðbjörnsson. Hrólfur frá Heiðarbæ hætti
hins vegar um sumarið til að sinna sveitastörfum.
Undirbúningur fyrir veiðarnar
Undirbúningur að þessum veiðum hófst eftir áramót og fólst hann
í því að í flestum landlegum var haldið til á loftinu í svokölluðu
Ráðaleysi við nótagerð. Ráðaleysið er gamalt bárujárnsklætt hús
þar sem fiskur var að jafnaði saltaður á jarðhæð og þar var einnig
birgðastöð fyrir salt en á efri hæðinni var neta/nótavinnsla.
Ráðaleysið stendur við vesturenda „Plássins“ sem var aðaltorg
Hólmavíkur. Plássið var vinsæll útivistarstaður, sérstaklega á vorin
þegar þorpsbúar á öllum aldri iðkuðu „slábolta“ sem var í miklu
uppáhaldi í mörg ár.
Aðstaðan á loftinu í Ráðaleysinu var mjög góð til nótagerðar og
nótaviðgerða, þarna var líka gestkvæmt í landlegum. Þeir Magnús
Ingimundarson og Gústaf Guðmundsson stjórnuðu allri vinnu
við landnótagerðina en það er sérstök grein innan neta-
gerðarfagsins. Það fyrsta sem maður lærði var að „fylla á nálina“
sem notuð var við að „rippa“ (= sauma) saman stykkin sem skorin
höfðu verið til eftir kúnstarinnar reglum af Magga, Dúdda og
Guðbrandur Benediktsson
Síldveiði í
Steingrímsfirði
sumarið 1962