Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 22

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 22
22 köstuðum við með langri nót og hugðum gott til glóðarinnar. Þegar við höfðum lokað hringnum sáum við að korkateinninn var byrjaður að sökkva allan hringinn. Þannig að þetta var ekki neitt smákast og Magga varð á orði að þetta væri „stærsta kast sem þeir hafi nokkurn tímann náð“. Þegar nánar var skoðað reyndist síldin svo smá að hún hafði „ánetjast“ allan hringinn. Samt voru um 100 tunnur í lásnum sem við urðum að taka sem fyrst vegna ánetjunarinnar. En mikil vinna var síðan að hreinsa nótina og þurfti að hrista hverja einustu síld úr möskvunum sem var mikið puð. Mikill ágreiningur var meðal áhafnar hversu miklu magni á bilinu 40–60 tunnur væri hægt að ná með úrkastsnótinni í einu úrkasti. Það sannaðist þarna að Mummi reyndist hafa rétt fyrir sér, 55 tunnur og ekki bröndu meira. Kastað á þarasker Það reyndist oft tálsýn þegar leitað var að síld og mönnum fannst þeir sjá „móa“ fyrir torfu og gat tekið tíma að átta sig á því hvort kasta ætti. Við vorum eitt sinn staddir utan við Hamarsbæli og dóluðum inn á vík sem heitir Kokkálsvík að menn þóttust sjá mórillu á víkinni þannig að það var ákveðið að kasta. Hrólfur og G. Ben. voru í því hlutverki að fara í Gunnu með endann í byrjun kastsins. Fljótlega eftir að byrjað var að kasta skynjaði Maggi að þetta var ekki síld heldur þarasker undir yfirborði sjávar sem sást móa fyrir. Við drógum því hið snarasta inn frekar svekktir. Sem við erum að ljúka því birtist Einar Hansen fyrir tangann. Það kviknar um leið hugmynd hjá okkur og Gunnumenn hendast út í og við gerum okkur klára og líklega til að kasta. Þetta sér Einar Hansen og kemur líka auga á mórilluna þannig að það liggur beint við hjá honum að kasta með það sama. Svo fer hann að sjá grilla í þarann á skerinu og hættir og dregur inn. „Tið vera plata mig,“ kallaði Einar þá til okkar. Staðan í viðskiptum okkar við sker var því 1-1 og vorum við þokkalega sáttir við það og leiddist ekki grikkurinn. Skerið mun heita „Kokkálssker“ upp frá þessu. Einstök náttúrufegurð í Steingrímsfirði Eftir að hafa eytt þessu sumri á Steingrímsfirði og marga fjöruna sopið síðan er ég ekki í nokkrum vafa um að fáir eða enginn fjörður á landinu hefur upp á aðra eins náttúru að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.