Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 24
24
Gersemar íslenskra fornbókmennta, handritin, eru næsta
fáorðar um landnám og líf manna við Steingrímsfjörð í upphafi
Íslandsbyggðar. Aðeins einn landnámsmaður er þar nefndur í
fimm línum, mest um afkomendur hans. Það er helst Önundur
tréfótur í Kaldbak, sem nokkru púðri er eytt í. Um hann er þetta
ákveðið: „Hann hefur fræknastur verið og fimastur einfættur
maður á Íslandi.“1 Þarna strax á upphafsmínútum Íslandsbyggðar
kemur fram sú snilligáfa íslenskra skáldsagnameistara að oflýsa
staðreyndunum með lygisögum. Snilldin á lýsingu Tréfótar felst
auðvitað í því að hvorki þá, né síðar, var kunnugt um að til væri
nokkur annar einfættur maður á Íslandi, varla nokkurs staðar
um öll Norðurlönd.
Það er því ekki um auðugan garð að gresja af stórmennum sem
setið hafa býli sín á Selströnd. Lífsins ómögulegt að finna stafkrók
um stóratburði, stríðsátök eða ofurmenni á þessum slóðum í
fornum ritum eða annálum fyrstu alda. Það eru aðeins hrakningar
Ósvífurs á Bjarnarfjarðarhálsi laust fyrir árið 1000 og síðan
Selkolluraunir frá því um 1200. Það er hins vegar athyglisvert að
báðir þessir atburðir gerast á sömu slóðum og tengjast
yfirnáttúrulegum atburðum eða illskiljanlegum.
Verði þoka og verði skrípi og undur öllum þeim er eftir þér
sækja,“ virðist þá hafa dugað til að hrekja burtu sunnan komandi
ágangsmenn. Og ekki er Selkollumálið síður sérkennilegt. Þegar
1 Grettissaga VI. bd., bls. 21. Íslendingasagnaútgáfan. 1953.
Björn H. Björnsson
Ofurmenni
á Selströnd