Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 25

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 25
25 ég var barn var hún enn í fullu fjöri og það svo mjög að árum saman þorði ég ekki að ganga einn í gegn um myrkvað herbergi, heldur þaut eins og byssubrenndur hurðanna milli, henti mér á snerilinn og reif upp á gátt, enda var þá engin Landsvirkjun til að lýsa upp hugskotið. Undur Selkollu felast í því að upphaflega var hún aðeins nýfætt saklaust barn, óskírt og skilið eftir á víðavangi. En skyndilega, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, er hún orðin að fullvöxnu ásjálegu glæsikvendi, fær um að líkjast hverjum sem henni þóknast. Það er því ekki furða þó að Selströndin þyrfti öðru hverju á ofurmönnum að halda til að halda hlífiskildi yfir íbúum sínum. Því langar mig nú til að nefna fáeina slíka af handahófi, sem ég hefi veitt athygli að fram úr hafi skarað á ýmsum sviðum gegn um tíðina á síðustu tímum. 1. Vil ég þá fyrstan nefna af seinni alda ofurmennum á Selströnd Gísla Sigurðsson, sem kallaður var ríki, bóndi í Bæ á Selströnd frá 1824 til dánardægurs 20. júní 1862. Gísli var fæddur í janúar 1783 og því 79 ára þegar hann lést. Hann var talinn „Ráðsvinnur reglumaður, frábærlega að sér eftir standi.“ Fátækur í fyrstu, en aflamaður mikill, átti hákarlaskip gott, „var sem tvö höfuð væri á hverju kvikindi hans.“ Gerðist mjög auðugur að lausafé og jarðeignum. Hann var hreppstjóri frá 1810 og ritaði lýsingu Kaldrananessóknar fyrir Hið íslenska bókmenntafélag 1847, sem prentuð var í Reykjavík 1952. Kona hans var Solveig Jónsdóttir frá Kaldbak og áttu þau 10 börn sem upp komust.2 Snæbjörn í Hergilsey segir frá því að um 1854 hafi fyrst verið smíðuð tíræð skip bæði í Strandasýslu og við Breiðafjörð og man ég ekki betur en þar hafi Gísli ríki í Bæ verið í spilinu.3 2. Jón Guðmundsson bóndi á Hellu frá 1858–1882 var fæddur 1. nóv. 1828, d. 10. nóv. 1882. Hann var mikilhæfur maður, hrepp- stjóri, oddviti, og sýslunefndarmaður. Fékkst mikið við lækningar og þótti takast vel. Sótt var um styrk til ríkissjóðs vegna þess, en var 2 Strandamenn. Æviskrár, bls. 386. 3 Saga Snæbjarnar í Hergilsey, bls. 63.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.