Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 26

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 26
26 synjað. Skáldmæltur var hann og eru handrit eftir hann geymd í Landsbókasafni.4 Snæbjörn í Hergilsey telur Jón hafa verið annan af tveimur sterkustu mönnum í Vestfirðingafjórðungi.5 3. Löngum hafa menn verið glöggir á að skynja gæði jarðarinnar Gautshamars á Selströnd, bæði til lands og sjávar. Og þaðan virðast mér sprottin langflest ofurmenni sem Selströndin hefur fóstrað. Í 21 ár, frá 1843–1864, var bóndi þar Sæmundur Björnsson Hjálmarssonar prests í Tröllatungu, fæddur 19. mars 1801. Hann var „frægur söngmaður, glaðvær og vinsæll“ og hagorður. Hann var tvíkvæntur og átti með þeim 7 börn og þar að auki 4 börn utan hjónabands með fjórum konum. Voru þrjár af þessum sex konum systur. Út frá öllu þessu dó hann svo 6. júlí 1864.6 4. Ólafur Andrésson. Fæddur 1835, dáinn 10. febrúar 1887. Bóndi á Gautshamri 1873–81 og 1883–84. „Mikill aflamaður og formaður á Gjögri, karlmenni með afbrigðum og geðstilltur.“ Smiður.7 Talinn sterkasti maður í Vestfirðingafjórðungi. Og enn segir Snæbjörn í Hergilsey frá: „Eitt sinn voru menn í bændaglímu á Gjögri. Ólafur var annar bóndinn, en hlaut af tilviljun lakara lið. Glímdi hann þá við 50 menn. Glímt var á skafli, lét hann þá alla í sama bólið, bar þangað suma, er ekki féllu nálægt.“ „Það var í kring um 1878, er Ólafur bjó á Gautshamri, að mannýgt naut var á Hafnarhólmi. Einn dag gengur bóndinn ofan að hjöllum við sjóinn. Nautgripir höfðu verið úti á hlíðinni. En nú sést að heiman, að þeir eru komnir út að lendingunni og bóndi á leið heim, en hnígur niður. Er þá hlaupið til hans. Er hann þá í andarslitrunum og mállaus orðinn. En traðkur mikill sást á mölinni hjá hjöllunum. Vissu menn, að nautið hafði orðið honum að bana, enda sáust merki á líkinu, að brjóstið hafði sprungið.“ Þetta gerðist 28. júlí 1878 og var bóndinn á Hafnarhólmi Jón Eyjólfsson, skutlari, 68 ára að aldri. 4 Strandamenn. Æviskrár, bls. 364/365. 5 Saga Snæbjarnar í Hergilsey, bls. 18. 6 Strandamenn. Æviskrár, bls. 374/375. 7 Strandamenn. Æviskrár, bls. 375.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.