Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 28
28
sem aldrei brást. Enginn gat vænt hann um þekkingarskort og
aldrei rak hann í vörðurnar. Hann þekkti gamlar og nýjar
bókmenntir betur flestum „lærðum“ mönnum og biblíuna virtist
hann kunna utanbókar.9 Hann var nokkurs konar undanfari
tölvunnar. Af honum lærði ég að borða, það tók aldrei meira en
tvær mínútur. Gamansamur gat hann verið og glettinn.
Eitt sinn var Lárus Jörundsson á Hellu sendur erinda út í
Hamarsbæli, þá tíu ára gamall. Hitti hann að máli Einar
Sigvaldason og gekk með honum niður á planið í Bælinu. Sá
Lárus þar stóra hrúgu af lóðabelgjum, þessum tjörubornu með
trébotnunum. Varð honum starsýnt á þessi ósköp af belgjum og
spurði Einar hver ætti eiginlega alla þessa belgi. Einar þagði við
smástund, en segir síðan hátt og snjallt: „Ef þú fellur fram og
tilbiður mig, skal ég segja þér hver á þessa belgi.“ Aldrei vissi
Lárus hver átti alla þessa belgi.10
6.
Og eina núlifandi ofurmennið
af Selströndinni, sem ég nefni
að þessu sinni, er Skarphéðinn
Árnason11 frá Gautshamri,
Drangsnesi og Akranesi, öðru
nafni Snjómaðurinn. Vonlaust er
að þessu sinni að tíunda öll afrek
hans, en hann er að mínu mati
einna líkastur Einari Sigvaldasyni
af þeim sem ég þekki, að viti og
vörpuleika fyrir utan ýmsa aðra
eiginleika í fari hans. Skarphéðinn
var fimm ára þegar foreldrar
hans fluttu að Gautshamri árið
1929, þar sem lífsbardaginn var
hvað umfangsmestur næstu tvo
áratugina. Má segja að þá hafi
unglingarnir verið aldir upp bæði með höndum og fótum, slík
Skarphéðinn Árnason.
9 Tíminn, minningargrein H.J. 19. maí 1962.
10 Guðlaugur Jörundsson. 2008.
11 Skarphéðinn lést 27. desember 2010.