Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 29

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 29
29 var harðneskja lífsbaráttunnar. Þó vantaði ekki alúðina eða umhyggjuna fyrir börnunum, að öllu var einnig mildilega leiðbeint. Þá voru þarna á litlum bletti 10 býli með allt að 100–150 manns í heimili og verulegt athafnalíf. Í þessu umhverfi komst Skarphéðinn til manns. Þarna ólst hann upp og tók full-an þátt í leik og starfi, lærði snemma að annast um búfé, sinna veiðarfærum, róa til fiskjar og fara með byssu, sem allt miðaði að því að lifa af því sem náttúran gaf af sér, með þeim hætti að sem minnst skaðaði lífríkið. Færi betur að fleiri kynnu. Snemma gerðist hann fiskinn í betra lagi, þótt ekki jafnaðist hann á við Einar Hansen. Ekki voru þeirra tíma samgöngutæki flókin, helst voru það gúmmískórnir frá Sigurgeiri í Dal og síðar Skúla Bjarna-syni. En með þeim mátti komast víða, upp á Stalla, Hvítamel, Rauðuskriður og jafnvel Margrétarfell og Torffell. En það fóru þó ekki nema ofurmenni eins og Skarphéðinn upp á Þrætumýrarholt og Þrætumýri og má vera að hann beri þess merki enn þann dag í dag. Skarphéðni Árnasyni myndi ég lýsa svo: Hann er vel í meðallagi hár, þrekvaxinn og þykkur undir hönd og samsvarar sér vel. Handleggjalangur og handþykkur, nokkuð stirðlegur til gangs en sterklegur allur að sjá. Hárið dökkt og strítt, svipurinn hreinn, en nokkuð harðleitur. Líkist mest nafna sínum á Bergþórshvoli af þeim sem ég þekki. Hann er hjálpsamur við náungann ef á reynir og myndi manna lengst halda lífi á eigin úrræðum, ef á þyrfti að halda. Dæmi um það er atvik sem gerðist fyrir 50 árum. Við vorum að fara yfir Reykjanesröstina á m/b Fram AK 58 í suðvestan fárviðri, þegar brotnaði undirlyfta í olíudælu vélarinnar svo hún stöðvaðist. Veður og vindur stóð á land. Þá var Skarphéðinn fljótur niður og enn fljótari að koma vélinni í gang aftur. Aldrei vissi ég hvernig hann fór að því og ekki voru önnur úrræði til bjargar. Þetta hefði Skarphéðinn á Bergþórshvoli ekki leikið eftir. Sjón hefur hann skarpari en aðrir menn, sá alls staðar síldartorfur þó enginn annar sæi neitt. Ekki var heyrnin síðri og fyrstur manna á Ströndum heyrði hann drunurnar, þegar Hekla gaus árið 1947. Líklega kring um árið 1950 var Skarphéðinn háseti á Rifsnesinu á fiskveiðum við Grænland. Var hann þar með afkastamestu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.