Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 33
33
Steingrímsfjörð og settist niður á Tanganum. Sést þetta meðal
annars á bókun hreppsnefndar Hrófbergshrepps 14.05.1932.4
Ekki verður nú vitað hver annaðist flutninginn. Þá var ég sex
daga gamall.
4.
Og víkur nú sögunni að innherjaviðskiptum Selstrendinga
varðandi húsafleytingar. Árið 1929 koma þau Árni Ingvarsson og
kona hans, Anna Guðmonsdóttir, nýgift frá Ísafirði og reisa nýtt
hús á Fiskinesinu, skammt fyrir innan þar sem Ingi mágur hans
hafði byggt árið áður. Vegna slæmra útgerðarskilyrða og lendingar
á Sæbóli flutti Árni sig að Hraunhelli í Hafnarhólmslandi árið
1937 og nefndi að Sólheimum. Man ég glöggt eftir því húsi og
krökkunum þar, Sveinsínu og Guðmundi. Fór ég oft þar fram
hjá eða hafði viðkomu á leið til eða frá sundnámi í Hveravík.
Reif Árni húsið á Fiskinesinu og flutti inn eftir. Árið 1946 flytja
Árni og Anna til Akraness, en húsið að Sólheimum flutti Júlíus
Árnason Guðmonssonar til Skagastrandar. Lýkur þar með sögu
Sólheima fyrir ofan Hraunhelli.5
5.
Árið 1917 byggði Loftur Torfason (kona Hildur Gestsdóttir)
torfbæ í Vík í landi Hafnarhólms.6 Ég man allvel eftir því
húsi, einkum því hvað mér fundust veggirnir vera þykkir og
grasigróið væri þakið, en þetta var líklega ein hæð með rislofti
að mig minnir. Það er sennilega um líkt leyti, sem menn eru að
svipast um eftir góðu hafnarstæði við Hafnarhólm, þar sem dýpi
var ekki nægilegt á öðrum stöðum fyrir vaxandi útgerð og ört
stækkandi báta. Þá varð þetta til:
Finnur fetin þrjú,
frestar sinni trú,
á þann sama stað.
Þar standa gnoðirnar,
um stærstar fjörurnar
og skemma skrúfurnar.7
4 Hólmavíkurbók, bls. 280.
5 Sveinsína Árnadóttir, viðtal 9. okt. 2004.
6 Sigvaldi Loftsson, viðtal 9. okt. 2004.
7 Guðjón Guðmundsson frá Bæ, viðtal 6. okt. 2004.