Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 37

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 37
37 Það var snemma sumars árið 1948, að við tvær átján ára skólapíur stóðum á hlaðinu á Staðarfelli í Dölum og vorum að kveðja skólann okkar, þar sem við höfðum dvalist síðastliðinn vetur og unað okkur vel. Nú var nefinu snúið heim á leið, með eftirtekju vetrarins, allar töskur troðfullar af handavinnu sem seinna meir mundi setja sinn svip á væntanleg heimili okkar. Ætlunin var síðan að freista gæfunnar á ókomnum slóðum, og halda austur í Þingeyjarsýslu og vinna þar á sumarhóteli. Þrjár kennslukonur höfðu verið búnar að ráða sig þar, en tvær svo gengið úr skaftinu, og við hlaupið í skarðið þar sem heima beið ekkert sérstakt, mín aðeins frystihúsið og svo síldin ef einhver yrði, en Veigu ekkert nema að vera heimasæta og láta sér leiðast. Ég réði mig sem bakara 18 ára, þvílík bjartsýni, en Veiga í uppvask. Kennslukonan sem með okkur átti að vinna var tvítug seyðfirsk kvinna. Hörkudugleg, eins og sjá má af því að hún náði í fjósamann Staðarfells framan við nefið á okkur 27 meyjum skólans og var búin að koma dreng í hnapphelduna um skólaslit. Litum við mjög upp til hennar fyrir þetta fádæma afrek og hlökkuðum til samvistanna um sumarið. Já, ferðin hófst þarna á hlaðinu á Staðarfelli með því að við stigum inn í olíubíl sem var á suðurleið. Sögðu strákarnir, sem óku honum, okkur að engar áætlunarferðir væru vestur í Strandasýslu um Dali og Steinadalsheiði eins og verið hafði, nú væri farið út með Hrútafirði og fólkið ferjað yfir Kollafjörð þar sem annar bíll tók á móti því og flutti það til Hólmavíkur. Ekki Magnea Magnúsdóttir Sumarið 1948
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.