Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 39

Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 39
39 komnar langleiðina suður. Þar áttum við nóg af skyldfólki til að vera hjá og hefðum getað átt skemmtilegt kvöld í stað þess að hossast þarna og hristast með þessum gamla skrögg. Þögðum við lengi vel og nöguðum okkur í handarbökin en sáum svo að ekki var til neins að sýta og segja ef-ef-ef, tókum því lagið og hresstumst nokkuð af því. Vestur að Kletti komum við ekki fyrr en eftir miðnætti og voru allir þar háttaðir. Vöktum við upp og vorum boðnar í sparistofuna þar sem við hreiðruðum um okkur, sóttum dúnsængurnar okkar út í poka. Við háttuðum ekki, tókum bara af okkur skóna, en ekki dugði það til, norðannæðingurinn blés inn um gluggann og allar rifur á þessari óupphituðu stássstofu, svo við læddumst út undir vegg þar sem farangur okkar var og Veiga dró upp úr tösku sinni bæði prjónaskyrtur og prjónabrækur sem gamla fóstra hennar hafði búið hana út með á skólann, en Veiga auðvitað ekki verið þekkt fyrir að nota, en nú komu þessar flíkur í góðar þarfir. Klæddum við okkur í hverja flíkina utan yfir aðra og skulfum okkur til hita dálitla stund, kúrandi saman undir tveimur sængum en sofnuðum þá vært og vöknuðum sjóðheitar og hressar við að skólasystir okkar færði okkur kaffið í rúmið. Elskulegt var fólkið og vildi gjarnan allt fyrir okkur gera, þrátt fyrir fátæktina sem skein úr hverju horni. Hríðarslydda var, en við máttum ekkert vera að því að hugsa um veðrið, heim urðum við að komast. Bóndinn lagði því reiðing og hnakka á hesta sína og flutti okkur að Ingunnarstöðum, Veiga var tengd því fólki og treysti á fyrirgreiðslu þar. Bóndinn á Ingunnarstöðum hló dátt að ferðaflandri okkar, sagðist ekki hreyfa sig þann daginn, kannski á morgun, okkur lægi ekkert á, öll ævin fram undan. Leist okkur ekki meir en svo á léttlyndi bónda en fundum brátt að hann var bara að stríða okkur. Sátum svo í fagnaði þennan dag og var líkast því að við værum aufúsugestir en ekki flökkukindur, sem við þó vorum. Ásta- Brandur kom í heimsókn þennan dag, og neita ég því ekki að hálfgerður stuggur stóð mér af honum. Morguninn eftir lagði bóndi á hesta sína. Við kvöddum heimafólk með kurt og pí og lögðum nú á Tröllatunguheiði. Ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.