Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 44

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 44
44 orku eftir til að standa í neinum stórræðum, jafnvel þó 17. júní væri og fullt af glæsilegum piltum í bænum. Við þvoðum okkur því og háttuðum en uppgötvuðum þá að ekki var neitt utan um sængurfötin á öðrum bekknum. Nenntum við ekki að röfla í því, héldum að stúlkan yrði máski enn ljótari á svipinn en þegar hún kom með kaffið, svo við ákváðum að nota bara annað rúmið, sváfum síðan af um nóttina, eins og skessurnar í ævintýrunum. Morguninn eftir vorum við mættar fyrstar farþega á B.S.A. Ætluðum svo sannarlega að ná okkur í góð sæti og völdum auðvitað þau fremstu. Okkur fannst Akureyri bara fallegur bær, og vöktu trén mesta athygli okkar. Matreiðslukennarinn okkar var úr Eyjafirði og spurðum við nú bílstjórann hvar Ytri-Tjarnir væru. Hér eru þær, svaraði hann og benti á bæ sem blasti við, beint á móti. Góndum við á hinn reisulega bæ og sáum Dagrúnu í anda ganga þar um hús og tún. Það var ekki fyrr en ég var búin að vera gift í mörg ár fram í Eyjafirði og fór í fyrsta sinn niður Staðarbyggðina að ég uppgötvaði að á bæ einum á leiðinni stóð Ytri-Tjarnir, stórum stöfum. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum en spurði svo með varúð þegar ekið var fram hjá bænum, sem ég hafði alltaf haldið að væru Ytri-Tjarnir, hvað sá bær héti. Kaupangur var það. Jæja svona litum við sauðarlega út, að óhætt var að skrökva í okkur hverju sem var. Var nú ekið upp heiðina með sínum skemmtilegu s-beygjum og brátt sáum við austur í Fnjóskadal þar sem Vaglaskógur lá baðaður í morgunsólinni. Vá maður, að hugsa sér hve Þingeyingar hlutu að verða ógurlega ástfangnir á svona dýrðlegum stað, fyrst Strandamenn gátu það sem ekkert höfðu nema í hæsta lagi hnéhátt kjarr. Bara einhver bjóði okkur nú í skóginn í sumar, andvarpaði Veiga og ég samsinnti svo sannarlega. Vonuðum við það, þó ekki væri nema einu sinni, við áttum enga heitari ósk þá stundina. Brátt var Vaglaskógur að baki en alltaf opnaðist nýtt og nýtt útsýni, við vorum ekkert nema augu, sjáðu þetta og sjáðu hitt en bílstjórinn bara glotti, enda búinn að sjá þessa sömu sjón ótal sinnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.