Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 45

Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 45
45 Um leið og rennt var í hlaðið á Laugum, kom kennslukonan okkar út og faðmaði okkur og kyssti og lét sem hún ætti í okkur hvert bein, matur var á borðum og vísaði hún okkur inn til hóps af strákum sem voru þarna í fastafæði um sumarið. Ég sé okkur í anda, Veiga góndi á strákana með veiðiglampa í augum, og þeir á hana með forvitnissvip, fullir áhuga, en ég góndi niður í baunadiskinn minn, ég sem aldrei á ævinni hafði getað borðað baunir. Loks kórónaði kennslukonan máltíðina með því að kynna okkur og kallaði okkur stelpurnar sínar, og gaf svona fyllilega í skyn að strákunum væri vissara að láta blessuð börnin í friði, og við sem vorum bara tveim árum yngri en hún. Strákarnir mundu aldrei hvað hvor okkar hét og gengum við því sameiginlega undir nafninu Magnveig. Þetta var yndislegt sumar, vinnudagurinn var frá 8 til 23.30 á kvöldin, þætti langur dagur nú, aldrei frídagur eða frí nema ef gestir voru fáir og við fljótar með verkin. Það síðasta sem við gerðum á hverju kvöldi var að fá okkur sundsprett í lauginni, sem var í kjallaranum. Þar var dimmt og draugalegt og heyrðust mörg kynjahljóð, og stundum hræddum við hvor aðra svo að við hlupum eins og fætur toguðu upp í herbergi í rennblautum sundbolunum, þá dámaði nú ekki ráðskonunni hvernig við létum. Ég saknaði sjávarins en Reykjadalsáin bætti úr með nið sínum sem ég gat heyrt inn um gluggann en ekki hefði nú gert neitt til að hafa eins og eitt almennilegt fjall til að horfa á. Annars fannst mér, og finnst enn, Reykjadalurinn með vinalegustu dölum landsins. En allt það er gerðist um sumarið er nú önnur saga, sem ekki verður sögð hér og brátt var komið haust. Við lögðum af stað heim á mánudagsmorgni. Það var rigning, dimmt yfir dalnum og haustlegt. Við kvöddum og þökkuðum fyrir ógleymanlegar samverustundir og bíllinn rann af stað, kapítula í lífsbók okkar var lokið og annar að byrja. Við sögðum fátt en brostum hvor til annarrar er við sáum Vaglaskóg, við höfðum jú upplifað það að dansa þar á milli trjánna eitt kyrrlátt ágústkvöld. Enn var gist á Hótel Norðurlandi og enn var mætt við B.S.A. að morgni dags. Það rigndi og við vorum fljótar að koma okkur inn í bílinn og fá okkur sæti. Við sváfum mest alla leiðina, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.