Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 46

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 46
46 ekkert var að sjá nema þokuna og rigninguna út um framrúðuna þar sem vinnukonurnar unnu af kappi. Hliðarrúðurnar voru brúnar af for, út um þær sást ekki neitt. Á norðurbraut við Hvammstanga kvöddum við bílstjóra út að ná í dótið okkar, þar beið bíll eftir farþegum sem ætluðu með flóabátnum Hörpunni yfir Húnaflóa. Bílstjórinn fann ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut sem tilheyrði okkur. Við skildum þetta alls ekki og bílstjórinn glotti kvikindislega þegar við neituðum því að hafa sett dótið við bílinn um morguninn. Gátan var ráðin, allur farangurinn á sama stað inn á stöðinni og við höfðum sett hann kvöldið áður. Og sumarkaupið okkar ósnert í umslögum ofan á í trétöskunni minni, sem lásinn var bilaður á og því reyrð aftur með snæri. Ég hef aldrei getað botnað í því, þegar ég hugsa aftur í tímann, hvers vegna í ósköpunum við settum peningana, 2000 kr., sumarhýruna, í töskuna, en ekki hvor sitt kaup í sitt veski. Við hljótum að hafa verið annars hugar er við kvöddum Lauga og Laugamenn. Bílstjórinn sagði að við hefðum átt að sjá um að koma dótinu út að bílnum og við urðum að bíta í það súra epli að þetta væri aðeins okkar eigin heimsku að kenna. Vorum við heldur framlágar er við röltum niður bryggjuna og urðum að segja strákunum á Hörpunni hrakfarir okkar. Skemmtu þeir sér konunglega á okkar kostnað en þegar skipstjórinn treysti sér til að tala fyrir hlátri, fór hann upp á símstöð og hringdi norður á B.S.A. Þar var allt heila klabbið auðvitað í geymslunni, föt, sængur og sumarhýran. Var nú lagt í flóann og óneitanlega var gott að heyra vestfirskuna aftur og sjá strákana ganga um dekkið eins og slétt stofugólf væri, þó báturinn steypti stömpum, ruggaði og rambaði til og frá, það hefði víst ekki orðið mikið úr blessuðum dalakútunum okkar, gott þeir voru ekki með. Pabbi var á meðal þeirra sem tóku á móti flóabátnum á Drangsnesi. Hann ætlaði að hjálpa okkur með dótið en þegar hann heyrði hvað um það hafði orðið, varð honum orðfall. Að einn kvenmaður gæti verið svona heimskur það hefði hann skilið, en tveir, nei það var of mikið af því góða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.