Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 51

Strandapósturinn - 01.06.2012, Blaðsíða 51
51 lambanna, sig út með skotvopn að skjóta það lambið sem eftir var. Tókst honum að komast í gott færi við það og batt með þeim hætti enda á hungurlíf þess. Var nú talið að bæði lömbin væru úr sögunni. Nú bar svo til að spýtu nokkuð stóra hafði rekið í Landskegginu. Var farið á bát frá Litlu-Ávík að bjarga henni og tókst það því sjór var ládauður. Að vestanverðu við Landskeggið gengur mjór vogur inn í bergið. Er hann beint niður undan syllunni sem lömbin stóðu á. Sáu þeir á bátnum að belgir höfðu staðnæmst þarna í básnum, reru þar að landi og hirtu belgina. Í þann mund er þeir voru að leggja frá landi sýndist þeim hreyfing undir steini innst inni í básnum og fóru að huga að því. Var þar þá komið lambið sem fallið hafði fram úr syllunni fyrir 10–11 dögum. Var það frískt eftir atvikum en orðið mjög horað eftir 31–33 daga því sem næst algert svelti. Eina skýringin á því að lambið hélt lífi eftir þessa byltu er sú að þegar lambið féll fram af syllunni hafi það lent í þröngri gjá þar niður undan en ekki getað stöðvað sig og síðan fallið fram af öðrum stalli og þá viljað svo vel til að hásjávað hafi verið og það fallið í sjóinn – annars lent í stórgrýtisurðinni. Innst í vognum gengur mjó tota lengra inn í bergið. Þegar gott er í sjó fellur sjórinn ekki alveg inn í botn á þessari totu. Þangað hafi lambið borist og hafst þar við 10 langa sólarhringa með sjóinn og hrikalega kletta á alla vegu. Svo vel vildi til að veður var stillt alla þessa daga og sjólaust. Minnsta kvika hefði gert út af við þennan vanmáttuga vesaling þarna inni í klettaskorunni. Atvikin hafa því verið því næsta hliðholl á hættunnar stund. Heim var það nú flutt og því vel hjúkrað eftir langvarandi hungur og hrakning tvísýnan. Lambið er gimbur og vonandi á hún langa og góða ævi fram undan og virðist með réttu bera nafnið Ófeig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.