Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 53
53
og fjörunni í áttina að fyrirheitna vinnustaðnum þar sem blessuð
börnin áttu að læra lexíurnar sínar um veturinn undir leiðsögn
hans.
Ég fékk hlýjar móttökur í Finnbogastaðaskóla – ég man
enn hvað á borð var borið fyrir svangan ferðalang. Það voru
heimatilbúnar kjötbollur með tilheyrandi meðlæti. Þannig
heilsaði Kristín Björnsdóttir nýja kennaranum. Hún var
húsmóðir á þessu stóra heimili og stjórnaði að sínum hluta
með manni sínum, skólastjóranum Jóhannesi Péturssyni. Sonur
þeirra, Haukur, rauðhærður fallegur strákur tveggja vetra, var
sólargeislinn sem gaf heimilislífinu fjör og lit. Ekki veit ég
hvernig hann lítur út núna, kannski má vitna til þess sem menn
segja gjarnan á síðari æviskeiðum: „Ekki lengur ungur, bara
fallegur.“
Nú ætla ég ekki að hafa þennan formála lengir. Meiningin var
að segja frá sjóferð veturinn 1951 en ekki skrifa ævisögu mína
né annarra.
Bílvegur var enginn frá Norðurfirði inn í Víkina á þessum
árum. Aðdrættir urðu að fara fram sjóleiðis. Skólastjórinn,
Jóhannes Pétursson, átti litla trillu, að mig minnir með svokölluðu
sunnlensku lagi. Henni var þannig lýst, að hún væri eins að aftan
og framan. Ég heyrði að „trillugreyið væri brjóstalaus og tæpast
Jóhannes Pétursson. Trausti Árnason.