Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 62
62
2. ágúst. Fór frá Ólafsdal. Torfi1 fylgdi inn að Kleifum, þaðan
fór Eggert2 með okkur alla leið að Kollafirði.
Niður hjá Kleifum, í botn Gilsfjarðar, fellur Kleifaá og af því
hamrabelti er í botninum þverhnípt myndast Gullfoss mjög fagur
fyrir sunnan Krossárdals veginn,3 ein buna niður af klettinum
þráðbein ofan í sprungu. Alltaf fellur hún á sama blettinn svo þar
er eflaust djúpur ketill nagaður af grjótinu, minni foss á stalli upp
af. Kleifaá fellur úr Lambavatni, allstóru vatni uppi á heiðinni í
dæld við Snartartunguheiðarveginn,4 úr tjörn þar hjá fellur kvísl í
Krossá. Upp af Kleifum hallandi botnar, holt og stallar upp
þangað sem efst er og smáfossar. Úr Krossárvatni, sem er lítil
tjörn, kemur Krossá og vatnskil er fast vestan við það vatn, það er
á takmarkaflötinni.
Þegar sá austur af var þokubakki á flóanum hvítur og teygði
armana upp í dali og firði, ís nýfarinn, verið hér á hrakningi.
Fórum beint upp fjallið að norð anverðu við Krossárvatn, þar
urðaröldur, bylgjumyndað land, hellur, skaflar, mosaflár, pollar.
Þar eru kallaðir Brunar5 og er meðalhæðin hér um svarandi til
þeirra en miklu hærra suður af, sunnan við Snartartunguheiði.
Upp af Hvammsfirði kvað vera mjög lágt til Hrútafjarðar og menn
reka þar verslun á Borðeyri.
Við fórum niður í botninn á Mókollsdal, var þoka en létti af.
Efst er þar móberg í brúnunum, svo basalt, trachyt6 í molum hér
og hvar á eyrunum. Grös ugt upp á brúnir, fagurt land, sprettur
undireins er af léttir snjónum. Víða torfur stórar, lausar, lágu ofan
á holtunum, líklega komnar þar ásamt grjóti svo að rif veður hafa
fært þær ofan á stóra skafla sem síðan hafa bráðnað undan þeim;
dæmi þess hér að sjá. Uppi í botnum dalsins mikið af Ranunculus
1 Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal. Þorvaldur hafði ferðast um Barða-
strandarsýslu í júlí mánuði.
2 Eggert Jónsson, bóndi á Kleifum 1859–1902 (Jón Guðnason (1961), bls. 517).
3 Krossárdalsvegur liggur frá Kleifum í Gilsfirði yfir í Krossárdal í Bitru.
4 Snartartunguheiði liggur upp frá Kleifaá og suður yfir fjallið ofan í Norðdal að
Snartartungu í Bitru.
5 Fjallið nefnist nú Bruni.
6 Á 19. öld var orðið trachyt (trakít) haft um fínkornótt berg og oft glerjað og
straumflögótt og strangt til tekið líparít eða andesít. Í dagbókum Þorvalds er
augljóst að stundum þýðir trachyt fínkornótt glerjað basalt og stundum andesít
og jafnvel líparít.