Strandapósturinn - 01.06.2012, Qupperneq 73
73
stór af samanbarðri möl, færð eflaust til af ís úr sínum upprunalega
stað. Svo út eftir aftur.
Laug hjá Kaldrananesi, hiti í rás 33° C, hlaðið í kring, lítil,
basalt undir, rétt við sjó í klöpp í sævarmáli. Neðar margar
sprungur með jaspis í og zeol[it ter]88 etc., sprungur sem líklega
laugin er bundin við, hin helsta N6°A. Ofar dá lítið til suðvesturs
er annar pollur volgur með hita 28° C,89 lofthiti þá 8½. Halli
laganna norðan í hálsi hér 5° til austurs.
Laug hjá Klúku, sú upphlaðna, 39½°,90 það sem í hana bunar
38. Upp spretta litlu ofar 34, neðri laugin við kálgarðinn 42½°,
móhella. Fyrir innan bæ inn lækur sem í rennur úr laug skammt
frá bænum. Hún er sem laugarnar hér úr móhellu komin. Hún er
höggin líklega í móhelluna í mitti á dýpt,91 vatn kemur upp um
botninn og rennur að ofar, fyrir ofan vatnsborð (38°). Úr henni
stokkur eða renna í lækinn. Svolitlu ofar vatnsæðar milli steinanna
þar sem lækurinn92 er að myndast frá mýrinni, ca. 34° að hita.
Undir túnbarðinu neðar við lækinn laug líka upphlaðin heitust
(42½). Þar er kálgarður, sem hér er mjög sjaldgæft, og sprettur
allvel í góðum árum. Hlíðar hér allar dröfnóttar af stórum
sköflum og grænt allt á milli þeirra, gróðurinn kemur fram
jafnóðum og leysir af. Halli laga hér sunnan við Bjarnarfjörð alls
staðar til suðausturs ca. 5°. Dalurinn all breiður, mýrar með ánni
líkar fjallamýrum, terrass á parti milli Ásmundarstaða og Klúku.
Þar laus björg af samanbarðri sævarmöl, ekkert líkt í kring, borið
að af ísnum. Laugar hér í Bjarnarfirði á Kaldrananesi og Bakka
sunnan ár en norð an ár á Klúku, Svanshól og Goðdal. Sunnan ár
eru auk þess hér bæirnir Skarð og Sunndalur.
Á Reykjarvík ei laugar.93 Kálgarð sá eg þar á stærð við
meðalstofugólf. Annars hvergi hér hægt að hafa slíkt. Strax fyrir
ofan bæinn hátt uppi terrass, brimbarið grjót. Hann tekur sig upp
aftur fyrir utan hornið milli Brúarár og Asparvíkur, ágætlega
fagur út fyrir Eyjar. Þar allt núið grjót undir túni og ann ars staðar.
88 Geislasteinar.
89 Þessar laugar eru við svonefndan Kross nyrst á nesinu.
90 Gvendarlaug, kennd við Guðmund góða Hólabiskup en sagan segir að hann hafi
vígt hana.
91 Mun vera svonefnd Þvottalaug.
92 Heitir Laugarlækur.
93 Ekki alveg rétt hjá Þorvaldi. Allmargar lítt áberandi volgrur eru utan við Reykjar-
víkurbæinn. Einnig eru volgrur nokkuð hátt í hlíðinni.