Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 81

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 81
81 gang ar. Trachyt hér algengt í fjörunum. – Fátækt svo mikil hér í kring að kvenfólk verður oft að lána tvinna og nálar ef bæta á bót. – Indversk pípa rak í hittiðfyrra á Munaðarnesi, með löngum reyrlegg og öðrum þvers sem kóngurinn var settur á og stilkurinn. Hún var tálguð sundur og brennd.142 Fór kl. 11 og þeir feðgar fylgdu oss. Með hlíð að Melum. Á leiðinni gangar (standar, stapar),143 hálf-slæmur vegur fyrir Urðarnesið í Norðurfjörð. Riðum svo lausir út með hlíð þaðan að Krossnesi. Ei mjög slæmt þar, mýrar víða. Terrass kemur fram út undir Krossnesi. Þar niður við sjó hús í hellir innan í gangbroti.144 – Hákarlahjallar hér í sveit svo að þar eru fjórir steinstöplar, flatt þak, tyrft yfir rekavið, rær undir með hákarli. – Spottakorn fyrir utan Krossnes laugar við mýrarveiturönd;145 tvær til þrjár laugar, hiti 60–70°, hafði ei hita mælir. Svolítið af hrúðri á steinum. Stapi utar, Þrjátíudalastapi. Ætluðum að skoða trachyt sem mér var sagt til en þar var ei, aðeins grágult móberg.146 Töluvert af grænjörð kring, hálf-hvítt basaltið utan af forvittring.147 Komum aftur að Norðurfirði kl. 3. Þar skildu þeir feðgar við okkur. Við fórum yfir Eiðið svokallað yfir í Ingólfsfjörð, það er lágt en illt yfirferðar, eink um næst Norðurfirði, vegna mýra. 142 Minnisgrein (III, bls. 109): „Fátækt svo mikil hér í Trékyllisvík að fólk á ei garma á sig, enga skyrtu, lánar hvert af öðru spjör ef það fer burt af bænum. Norðurfjörður er 31/3 (áður 6) hundruð og fjórir ábúendur. – Af Kirkjubóli flúðu karl og kerling fyrir nokkrum árum fyrir reimleika enda var það ekki furða þar sem var að brotna af kirkjugarði og beinin að detta út. Síðan í eyði. Rekaviður kemur hér úr árbökkunum í Árnesi.“ – Samkvæmt Strandamannabók Jóns Guðnasonar (bls. 514–515) voru bændur í Norðurfirði 1886 Gísli Gíslason, Ólafur Ólafs son og Jón Magnússon. Á manntalsþingi þá um sumarið eru taldir þrír sömu bændur í Norður firði (Hreppsbók Árneshrepps 1886). Þorvaldur hefur greinilega bætt einum við sem gæti hafa verið húsmaður þar. Önnur skýring er að hann hafi talið bóndann á Steinstúni með en hann hét Jón Guðmundsson. – Þau sem flúðu af Kirkjubóli hljóta að hafa verið síðustu ábúendurnir, Hermann Hermannsson og Steinunn Jónsdóttir, en þau fara 1883 frá Kirkjubóli að Sæbóli þar skammt frá. Hermann drukknaði árið 1885. 143 Hér er átt við Kirkjuklett og Hundshálsstapa sem eru við Hvalvík. 144 Egilsgjóta. Þar er sagt að Egill Bjarnason sá er brenndur var í september 1654 hafi falist áð ur hann varð tekinn. 145 Krossneshverar eða Krossneslaugar. Mýrin nefnist Hveramýri eða Laugarmýri. 146 Þetta grágula móberg er fornt líparítöskulag sem sést í Vogsbotni innan við Litla- fell. 147 Veðrun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.