Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 84
84
mjög mikil, þó ei nærri eins og Hrútá.169 Klappirnar allar
stórkostlega ísnúnar og á einum [stað] ca. átta feta löng póleruð
renna, eitt fet á dýpt og eitt og hálft fet að þvermáli. Fyrir ofan
þetta klappahaft er á dálitlum bletti eyrar og þar fellur áin í
kvíslum, gott vað, Stangarvað. Lögin hér hallast 5° út sunnan við
dalinn.170 Bak við dalinn lækkar fjallið fyrir sunnan hann tölu vert
og eins fyrir norðan hann. Hér í firði öll ströndin hvít af rekavið.
Riðum að norðanverðu niður með fossinum vondan veg að
Engjanesi. Þar í eyði, eitt hús og í því pokar og garmar, jata eftir
miðju, tveir bátar við sjóinn.171 Áðum klárunum í túninu.
Þverhnípt hlíð172 fyrir ofan, þar margir gangar, einn N35°A, fleiri
í líka stefnu þó nokkuð frábrugðnir. Í nesinu fyrir innan Dranga-
vík er gangur uppstandandi við sjóinn, dálítið fyrir ofan hann,
með gati í gegn um sem vel má ríða.173
Komum að Drangavík. Þar léleg bygging fremur, úr gömlum
vegg stóðu út rekadrumbar sem hafðir höfðu verið í binding;
timburskemma þó ný glugga laus, allt rifið og karlinn174 svo
stagbættur að ekkert sást af hinu upprunalega vaðmáli. Gömul
kerling175 mundi eftir sögu föðurs síns um ferð eins lautin antsins
sem mældi. Drangavík (varp ca. 10 pund) er botnlöguð, á niður,
allmik ill dalur176 upp af. Fremst í honum, eins og í Eyvindardal,
berghaft177 af mörg um lögum, ísnúið, sléttara fyrir ofan og áin178
í bugðum.
169 Líklega er hér misritun fyrir Hvalá.
170 Eyvindarfjarðardalur.
171 Engjanes var nýtt af ábúendum í Drangavík öldum saman. Þar voru beitarhús og
lífhöfn.
172 Engjaneshlíð.
173 Heitir Gathamar.
174 Bóndinn hét Friðrik Jóhannesson (Jón Guðnason (1955), bls. 548).
175 Ef þessi kerling var í Drangavík er hún líklega Guðfinna Einarsdóttir, móðir bónd-
ans í Drangavík, Friðriks Jóhannessonar (Jón Guðnason (1955), bls. 548). Faðir
hennar var Einar Snorrason, bóndi í Bolungarvík á Ströndum frá því fyrir 1835
til 1864. Hann var fæddur um 1784, líklega í Höfn í Hornvík. Hann gæti hafa
hitt lautinantana árið 1809 þar norður frá. Arf sögn hefur gengið í munnmælum
á aðra öld um komu Þorvalds í Drangavík. Hún er þannig að þegar hann leggur
upp frá Drangavík á Guðfinna að hafa sagt að eitthvað mikið kæmi fyrir hann þar
norður frá. Það var talið rætast þegar hann missti hestinn niður Barðsvíkurskörð.
(H.J.)
176 Drangavíkurdalur.
177 Haftið nefnist Þröskuldur.
178 Drangavíkurá.