Strandapósturinn - 01.06.2012, Side 88
88
Riðum við svo út með nokkra stund, dálítið út fyrir Langanes,
og svo upp allbrattan háls, Hjarandaskarð. Ofar má fara heiði198
norður í Reykjarfjörð. Efst í hálsinum mjög brattar fannir svo
klárarnir stóðu nærri upp á endum. Var skringilegt að sjá af
brúnunum niður í þokuna eins og hyldýpi og skaflar neðst niðri
eins [og] smátjarnir en fjallabrúnirnar hinum megin ná upp úr
og sýnast risavaxnar og tröllauknar vaða í þokunni. Úr skarðinu
er fyrst farinn lítill botn og kemur maður þá niður í allbreiðan og
langan dal, Sunndal. Er þar nokkur gróður en þó smávaxinn á
eyrunum og verða nokkrar engjar þegar neðar dreg ur. Riðum við
niður með ánni199 og stundum yfir hana uns við komum niður að
Skjaldabjarnarvík sem stendur í vikinu suður af Geirólfsgnúp sem
gengur þver hníptur fram í sjó. Yst á nesinu sunnan við
Skjaldabjarnarvík eru háir urðarhól ar200 sem sagt er að Skjalda-
Björn sé heygður í.
Við tjölduðum við túnið. Hér er tvíbýli201 og bærinn fjarska
óþrifalegur. Allt er þó hlaðið upp af staurum í veggjunum og
mold á milli, eins eru göngin öll flórlögð með staurum en þó
blaut og forug. – Gangar eru margir við Bjarnarfjörð og stefnan
vanalega til norðausturs nokkuð. Hér sá eg steingjört tré sem
komið hafði niður Bæjarlækinn.202 Pétur á Dröngum sagði að þar
rækju oft langir „njólar“ hólfaðir í sundur (bambusreyr?) eins og
eg fann á Engjanesi. Halli laganna í Geirólfsgnúp ca. 5° til norð-
norðausturs, í hálsinum fyrir sunn an Skjaldabjarnarvík ca. 4° út.
– Stúlkur203 hér segja að seinasti galdramaður hér vestra hafi
heitið Finnur og búið í Aðalvík.204 Hann er dáinn fyrir þremur
árum. Hann gjörði mikið illt, vakti upp og sendi sendingar hér
198 Fossadalsheiði. Farið er upp við fjarðarhornið og komið ofan í Fossadal í
Reykjarfirði.
199 Sunndalsá.
200 Nefnast Þúfur og eru þær þrjár. Skjalda-Björn skal vera heygður í Efstuþúfu, gull
hans og gersemar í Miðþúfu og skip hans alskjaldað í Neðstuþúfu.
201 Bændur hétu Hallvarður Jóhannesson, bróðir Friðriks í Drangavík, og Samúel
Hallgrímsson (Jón Guðnason (1955), bls. 553).
202 Bæjarlækur er í þessu tilviki örnefni og vel þekkt.
203 Ef þessar stúlkur eru í Skjaldabjarnarvík þá koma þrjár til greina. Sigríður Jóhann-
esdóttir, 36 ára, Sigríður Gídeonsdóttir, 15 ára, og Sigríður Björnsdóttir, 13 ára
(Prestsþjónustubækur Ár nessóknar 1886).
204 Þessi maður hét Finnur Gestsson og var nefndur Galdra-Finni. Um hann eru
frásögur í Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar. Hann dó 1884.