Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 90

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 90
90 nokkuð mörgum árum timburfloti, 27 tré hvert greypt í annað, af reka, tré auð sjáanlega höggvin úr skógi en eigi tiltegld, með kvistum og öllu.211 – Eldra fólk sumt er ólesandi og óskrifandi, nú flest yngra fólk betra í því, einkum af því aðkomumenn hafa sest þar að. – Í Þaralátursnesi nærri lárétt lög. – Jón (?) gamli á Óspakseyri212 kom fyrir sex árum í Trékyllisvík og sagðist þar hafa séð þrjú náttúruundur: 1. grasið í Loðnugjótu í Árnesey því það tekur manni undir hönd; 2. tré sem fyrir níu árum rak þar (rauðaviður) 27 álna langur, einn og hálfur feðmingur að ummáli rétt fyrir ofan rótina; 3. júfur á kvígu í Árnesi. – Kringum fjárhúsið í Sigluvík er kafgresi eins og á besta túni, hvergi séð enn eins hátt gras á Ströndum. Inn með firðinum er riðið utan í skriðum tæpar götur213 uns maður kemur inn að fjarðarbotni. Þar er fjaran214 alveg mjallahvít af tré og fauskum. Á bæn um Reykjarfirði heyrði eg líka í fyrsta sinn ei kvartað undan viðarbresti. Bóndi þar Benedikt Hermannsson,215 besti smiður, smíðar alls konar kirnur og amboð og svo skip. Út í fjörðinn rennur jökulá216 mórauð, hún getur verið viðsjál að ríða hana vegna sandbleytu. Í dalnum flatar eyrar yst með ánni og allur dalur inn er sléttur svo að segja upp að jökli að undanteknum fáeinum holtum sem upp úr standa. Komum að bænum Reykjarfirði, hann er norðanverðu í dalnum. Að sunnanverðu við ána er Sæból, sem var byggt þangað til í fyrra,217 og Kirkjuból218 nokkru framar, þar var áður bænhús (einsetumaður bjó til skamms á býli út með að sunnan á vegi til Sigluvíkur sem 211 Þeim hefur þótt það sæta tíðindum að rekaviðurinn var hogginn. Pétur Friðriksson (f. 1887, d. 1979), sem var alinn upp á Dröngum, gat þess á gamals aldri að fyrir aldamótin nítján hundruð hafi flest tré rekið með rót en síðar hafi þau flest verið hoggin. (H.J.) 212 Gæti verið Jón Bjarnason sem var þingmaður um skeið. Hann bjó á Óspakseyri 1871–1878 og eftir það dvaldi hann á Skriðinsenni til dánardægurs 1892 (Jón Guðnason (1955), bls. 153). 213 Undir Sigluvíkurnúpi. 214 Reykjarfjarðarsandur. 215 Benedikt Hermannsson, bóndi í Reykjarfirði 1880–1918 (Lýður Björnsson (1992), bls. 92). 216 Reykjarfjarðarós. 217 Sæból fór í eyði 1885. 218 Búið var á Kirkjubóli til 1883.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.