Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 91

Strandapósturinn - 01.06.2012, Síða 91
91 hét ……sel?).219 Á Þaralát ursnesi er eyðibýli nýlagst í eyði.220 Stóðum við á Reykjarfirði. Heldur menni legur bóndi þar,221 fengum kaffi og mjólk uppi á skemmulofti. Sá hét Samú el222 sem fylgdi okkur í Reykjarfjörð. Riðum svo fram dal fram hjá laugum;223 dálítil ísnúin holt í dalnum og stórar engjar ofar, hefi eg hvergi hér á Ströndum enn séð svo sveitarlegt. Jök ullinn gengur niður í dalbotninn, myndast eins og svif eða botn í jökulinn milli Hrollaugsborgar og tindsins við Hljóðabungu og þaðan kemur skrið og halli á jökulinn. Gengur hryggur224 á jöklinum frá Hrollaugsborg út á hálsinn sem Miðmundahorn er. Þegar mest leysti 1880 fór þessi hryggur nærri upp úr svo þar mátti sjá að fjallrani er á milli. Jökullinn fellur allbrattur niður í efsta botn dalsins en eins og flatvaxnari að neðan en mjókkar þó út. Fyrir framan efsta gras er garður, boginn melhryggur, mórena, og þangað gekk jökullinn fram hér áður fyrir skömmu. Þar fyrir innan eru melar með núnu grjóti, hólahrúgum, og efst sums staðar djúp augu á milli af vatni. Uppi í hamrahlíðunum á báða vegu, allhátt uppi, sést hvað jökullinn hefir verið þykkur er hann gekk fram því þar eru hliðarmórenur og stór björg jökulborin utan í hlíðinni svo hattar fyrir. Áin kemur undan jökulendanum úr porti sem nú var fullt af nýjum snjó. Er hún þar kaffibún á lit. Undir jökulröndinni sést alls staðar smáhnullungagrjót með leir á milli (rullestensler). Innst er urð að koma upp úr fremstu rönd hans, sums stað ar eru á honum stór björg. Jökullinn töluvert óhreinn, stingur gamli snjórinn mjög af við hinn yngri. Fagurt og tignarlegt var að sjá fram til jökulsins þegar við komum og sólin skein á hann en allt annað mál var að sjá hann um kvöldið því þá dreif þokan inn yfir allt. 24. ágúst. Húðarrigning alla nóttina. Ljótt að líta út um morguninn, þoka kaf svört yfir öllu, rigning og bleytuslettingur 219 Það hét Brittasel. 220 Nestún sem fór í eyði 1874. 221 Hér mun átt við Benedikt Hermannsson. 222 Samúel Hallgrímsson, bóndi í Skjaldabjarnarvík 1885–1910 (Jón Guðnason (1955), bls. 553). 223 Líklega er hér átt við Heimalaug og Hestvallalaug. 224 Hrollaugsborgarháls.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.