Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 112

Strandapósturinn - 01.06.2012, Page 112
112 2. september. Rokhvass um nóttina en þó þurr. Um morguninn kl. 8 farið að rigna og fremur illt útlit. Hestarnir lagðir til stroks og náðust á Ingólfsfjarðar brekkubrúnum. – Eyvindarfjarðará fellur í gegnum tvö allstór vötn uppi á heið inni.331 – Kl. 10 kom húðarrigning. Kl. 12 fórum við á stað og Guðmundur bóndi332 með okkur. Riðum við upp Húsárdal, hann er langur dalur og fell og klappir á báðar hliðar. Var mjög hvasst og rigning. Innarlega í dalnum riðum við upp á fjallið að austanverðu333 og kemur maður þá brátt fyrir botninn á Ingólfsfirði og sér ofan í hann þar. Ná lega á brúnunum að norðvestan við dalinn er töluvert vatn, Mjóavatn. Alltaf hækkar fjallið og verða fleiri og fleiri snjóskaflar og hvassviðrið óx svo illt var að komast áfram. Þegar kom upp undir brúnina á allrahæsta fjallhryggnum334 áður maður kemur ofan í Reykjarfjarðardalinn var orðið slíkt bálveður að varla var hægt að sitja á hestinum. Við stöldruðum svolítið við þar hjá brúninni og ætluðum með allri harðneskju ekki að geta komið hestunum upp, skarann reif svo af snjónum framan í okkur að eigi var mögulegt að horfa á móti, verra en í mestu haglhríð. Við börðum hestana áfram af öllum lífs kröftum. Eg reið Blesa og hann datt tvisvar af veðrinu en loks komumst við niður fyrir að sunnan nið- ur skafl með nokkurri ófærð og í hlé. Var þá hið versta afstaðið. Eg man ekki til að eg hafi verið úti í hvassara veðri eða eins hvössu áður. Riðum við síðan niður dalhvilftina eða bæturnar upp af honum og var þar allt mjög vetrarlegt en betra er neðar kom. Var alltaf mjög hvasst og smáfossarnir í giljunum á brún unum stóðu eins og hverareykir hátt upp í loftið. Upp af Reykjarfirði nokkuð undirlendi grasgefið og á í bugðum. Ofarlega í miðjum bótunum var að sjá trachytmyndun eða þess konar með smásúlum. Komum að bænum Reykjarfirði og var oss þar vel tekið. Þaðan sáum við að Laura, póstskipið, var að sigla inn. Riðum svo út í kaupstað335 og komum þar um kl. 6. Þar hitti eg á skipinu marga 331 Stærra vatnið er neðar og heitir Eyvindarfjarðarvatn, hitt mun vera nafnlaust. 332 Guðmundur Pétursson, bóndi í Ófeigsfirði 1875–1934 (Jón Guðnason (1955), bls. 544–545). 333 Þeir ríða annaðhvort svonefnda Biskupsgötu eða upp frá svonefndu Seli fram á Húsárdal og síðan Ófeigsfjarðarfjall. 334 Glissutagl eða aðeins Tagl. 335 Kúvíkur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.