Hugur - 01.01.2019, Page 6

Hugur - 01.01.2019, Page 6
6 leiðingar Thoreaus og skrif íslenska heimspekingsins Mikaels M. Karlssonar um landslag í grein hins síðarnefnda, „Landscape and Art“. Þá birtist hér grein eftir Elmar Geir Unnsteinsson, „Hvað er þöggun?“, sem upphaflega kom út nýlega í hinu virta tímariti Pacific Philosophical Quarterly og höfundur hefur sjálfur þýtt úr ensku með smávægilegum breytingum. Greinin er innlegg í umræður heimspekinga um það hvernig hægt er að þagga niður í ýms- um jaðarsettum hópum, svo sem konum, með því að gera þeim ókleift að tjá vissar hugsanir. Til dæmis hafa verið færð rök fyrir því að útbreiðsla kláms geti gert konum ómögulegt að hafna tilboði um kynlíf vegna þess að klámið geti bókstaf- lega breytt merkingu orða sem annars væru notuð til að afþakka slík boð. Elmar gerir grein fyrir tveimur ólíkum viðhorfum um hvernig þetta getur átt sér stað, sem byggjast á mismunandi kenningum um merkingu orða almennt, venjuhyggju og ætlunarhyggju, og færir svo rök fyrir því að tiltekin útgáfa af ætlunarhyggju sé best til þess fallin að fanga öll fyrirbæri sem falla undir þöggun. Að lokum birtast hér tvær greinar um líkamlega gagnrýna hugsun (e. embodied critical thinking). Sigríður Þorgeirsdóttir þýddi fyrir Hug nýlega grein eftir sig og Donötu Schoeller undir titlinum „Líkamleg gagnrýnin hugsun: Hvarfið að reynslunni og umbreytingarmáttur þess“. Greinin er eins konar manifestó fyrir rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands sem höfundarnir leiða ásamt Birni Þor- steinssyni. Eins og Sigríður og Schoeller benda á byggist fræðileg hugsun oft á því að aftengja eða hunsa líkamlega reynslu sem maður verður fyrir eða hefur orðið fyrir. Líkamleg gagnrýnin hugsun hafnar þessari nálgun og leitast við að tengja hugsunina aftur líkamanum öllum og því sem þar á sér stað. Þetta er rót- tæk og spennandi hugmynd sem áhugavert er að fræðast meira um. Steinunn Hreinsdóttir skrifar svo grein sem kallast á við grein Sigríðar og Schoeller og nefnist „Líkömnuð gagnrýnin hugsun í heimspeki Luce Irigaray“. Steinunn færir rök fyrir því að skilja megi hið umdeilda hugtak Irigaray um „kynjamismun“ út frá líkamlega gagnrýninni hugsun og þannig komast hjá þeirri eðlishyggju sem mörgum hefur fundist felast í þessu kynjamismunarhugtaki. Hugmynd Steinunnar er í grófum dráttum sú að með vísun í líkamlega gagn- rýna hugsun megi hafna þeirri tvíhyggju hugsunar og líkama sem býr að baki eðlishyggjutúlkun á kynjamismun, því þá felist hugsun ekki einungis í því að gera eitthvað með huganum heldur einnig í því að gera eitthvað með líkamanum öllum. Þessi frjóa hugmynd er svo útfærð nánar, meðal annars með því að tengja hana mismunarhugtaki Jacques Derrida og gagnrýni Judith Butler á Irigaray. Í Hug 2019 birtast svo einnig tveir bókadómar um nýlegar bækur eftir íslenska heimspekinga, sem að vísu starfa bæði erlendis. Í fyrra lagi skrifar Sigríður Þor- geirsdóttir um Categories We Live By eftir Ástu Kristjönu Sveinsdóttur, sem er prófessor við San Francisco State University. Eins og Sigríður segir er útkoma bókarinnar viðburður í alþjóðlegu heimspekisamfélagi, enda hefur Ásta verið í fararbroddi heimspekinga sem rannsakað hafa kyn, kyngervi og kynferði út frá frumspeki félagsgerðra eiginleika. Í seinna lagi skrifar Kristian Guttesen um bókina Bókasafnið eftir Stefán Snævarr, sem er prófessor við Inland Norway University of Applied Sciences. Kristian telur Bókasafnið mikilsverða bók, ekki Hugur 2019-Overrides.indd 6 21-Oct-19 10:47:01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.