Hugur - 01.01.2019, Side 11
„Mér fellur núorðið betur við hlutverk Sansjós Pansa …“ 11
leikskólaaldri virðast bera skynbragð á, og hvernig slíkar hugmyndir þroskuðust,
t.d. í ljósi þrepakenningar Damons um stig réttlætisþroska. Ég velti fyrir mér
hversu framandi heimspekikenningar gætu verið hugmyndum venjulegs fólks án
þess að missa fræðilega festu og trúverðugleika. En þessar pælingar fundu engan
hljómgrunn og ég missti í kjölfarið áhuga á stjórnmálaheimspeki. Það grátbros-
lega er, hins vegar, að þegar doktorsritgerð mín kom loks út í endurskoðaðri mynd
árið 1996 (Social Freedom, Cambridge University Press), þá var hugtakagreining
aftur að komast í tísku í stjórnmálaheimspeki og það er enn verið að vitna í þessa
gömlu bók og bjóða mér á ráðstefnur um frelsishugtakið. Ég get litlu svarað nema
því að ég hafi ekkert hugsað af viti um þessi efni í meira en tuttugu ár!
Svo gerðist það líka að þegar ég sneri heim eftir doktorspróf, þá var eina lausa
staðan sem mér bauðst á sviði menntaheimspeki við Háskólann á Akureyri, þar
sem ég tók meðal annars þátt í því að skipuleggja nýtt kennaranám frá grunni. Ég
færði mig því bæði vegna eigin áhugahvatar og ytri aðstæðna frá stjórnmálaheim-
speki yfir í menntaheimspeki. En ég hef að vísu aldrei gefið hefðbundna sið-
fræði upp á bátinn og hef reynt að birta a.m.k. eina ritrýnda grein á ári eða svo í
hefðbundnum alþjóðlegum siðfræðitímaritum, rétt til að sannfæra sjálfan mig um
að ég sé enn samkeppnishæfur sem „venjulegur“ heimspekingur þó að ég vinni
aðallega í hliðargrein hennar, nátengdri félagsvísindum.
Nú verð ég að hlaupa yfir langan kafla í starfsferilssögu minni við HA og HÍ
og þangað til ég varð prófessor við Háskólann í Birmingham og aðstoðarfor-
stjóri Jubilee Centre for Character and Virtues árið 2012. Þetta er langstærsta
stofnun í heimi á sviði mannkostafræða og -menntunar, með 25 starfsmenn og
nær 500 milljóna króna ársveltu. Mannkostamenntun er í raun ekkert annað
en dygðafræði hagnýtt í skólastofunni og í menntun starfsstétta. Við sinnum
bæði grunnrannsóknum, í heimspeki og sálfræði, og hagnýtum rannsóknum á
sviði menntunarfræða – og kennilegur grunnur alls starfsins í Jubilee Centre er
aristótelískur, eins og skýrt er tekið fram í stefnuskrá okkar. Við skipuleggjum
stórt meistaranám í mannkostamenntun og höfum marga doktorsnema, en við
kennum ekki í grunnnámi. Við höldum einnig stærstu og virtustu ráðstefnur í
heiminum á þessu sviði á hverju ári, oftast í Oriel College, Oxford.
Þú spyrð um „áhrif“ starfs okkar og þau eru þegar mun meiri en mig hefði órað
fyrir, bæði á skólastarf í Bretlandi og ekki síður í ýmsum öðrum löndum. Við
fáum stöðugt heimboð frá háskólum og menntamálaráðuneytum um allan heim
sem vilja fá ráðgjöf frá okkur; og ég gæti í raun verið á ferð og flugi um heiminn
allt árið ef ég samþykkti öll boðin. Ég er þegar á of miklum þeytingi. Öll þessi boð
segja ef til vill jafnmikið, ef ekki meira um tómarúmið í skólakerfum heimsins en
ágæti stofnunar minnar. Það er holrúm í lífæðum skólakerfa víða um heim. Ég
kalla það stundum „gildagap“ en það orð nær ekki hugsuninni til hlítar. Vandinn
er sá að margir fræðimenn, stjórnmálamenn og embættismenn gera sér grein fyrir
því að menntageirinn hefur misst sjónar á því hvert er í raun höfuðkeppikefli
menntunar og skólastarfs, umfram það að tryggja nemendum bærileg störf og
mannsæmandi laun í framtíðinni. Boðin sem við fáum eru í raun neyðarköll:
„Það er tómarúm hjá okkur, getið þið fyllt það?“ Þegar við mætum á staðinn og
Hugur 2019-Overrides.indd 11 21-Oct-19 10:47:01