Hugur - 01.01.2019, Side 11

Hugur - 01.01.2019, Side 11
 „Mér fellur núorðið betur við hlutverk Sansjós Pansa …“ 11 leikskólaaldri virðast bera skynbragð á, og hvernig slíkar hugmyndir þroskuðust, t.d. í ljósi þrepakenningar Damons um stig réttlætisþroska. Ég velti fyrir mér hversu framandi heimspekikenningar gætu verið hugmyndum venjulegs fólks án þess að missa fræðilega festu og trúverðugleika. En þessar pælingar fundu engan hljómgrunn og ég missti í kjölfarið áhuga á stjórnmálaheimspeki. Það grátbros- lega er, hins vegar, að þegar doktorsritgerð mín kom loks út í endurskoðaðri mynd árið 1996 (Social Freedom, Cambridge University Press), þá var hugtakagreining aftur að komast í tísku í stjórnmálaheimspeki og það er enn verið að vitna í þessa gömlu bók og bjóða mér á ráðstefnur um frelsishugtakið. Ég get litlu svarað nema því að ég hafi ekkert hugsað af viti um þessi efni í meira en tuttugu ár! Svo gerðist það líka að þegar ég sneri heim eftir doktorspróf, þá var eina lausa staðan sem mér bauðst á sviði menntaheimspeki við Háskólann á Akureyri, þar sem ég tók meðal annars þátt í því að skipuleggja nýtt kennaranám frá grunni. Ég færði mig því bæði vegna eigin áhugahvatar og ytri aðstæðna frá stjórnmálaheim- speki yfir í menntaheimspeki. En ég hef að vísu aldrei gefið hefðbundna sið- fræði upp á bátinn og hef reynt að birta a.m.k. eina ritrýnda grein á ári eða svo í hefðbundnum alþjóðlegum siðfræðitímaritum, rétt til að sannfæra sjálfan mig um að ég sé enn samkeppnishæfur sem „venjulegur“ heimspekingur þó að ég vinni aðallega í hliðargrein hennar, nátengdri félagsvísindum. Nú verð ég að hlaupa yfir langan kafla í starfsferilssögu minni við HA og HÍ og þangað til ég varð prófessor við Háskólann í Birmingham og aðstoðarfor- stjóri Jubilee Centre for Character and Virtues árið 2012. Þetta er langstærsta stofnun í heimi á sviði mannkostafræða og -menntunar, með 25 starfsmenn og nær 500 milljóna króna ársveltu. Mannkostamenntun er í raun ekkert annað en dygðafræði hagnýtt í skólastofunni og í menntun starfsstétta. Við sinnum bæði grunnrannsóknum, í heimspeki og sálfræði, og hagnýtum rannsóknum á sviði menntunarfræða – og kennilegur grunnur alls starfsins í Jubilee Centre er aristótelískur, eins og skýrt er tekið fram í stefnuskrá okkar. Við skipuleggjum stórt meistaranám í mannkostamenntun og höfum marga doktorsnema, en við kennum ekki í grunnnámi. Við höldum einnig stærstu og virtustu ráðstefnur í heiminum á þessu sviði á hverju ári, oftast í Oriel College, Oxford. Þú spyrð um „áhrif“ starfs okkar og þau eru þegar mun meiri en mig hefði órað fyrir, bæði á skólastarf í Bretlandi og ekki síður í ýmsum öðrum löndum. Við fáum stöðugt heimboð frá háskólum og menntamálaráðuneytum um allan heim sem vilja fá ráðgjöf frá okkur; og ég gæti í raun verið á ferð og flugi um heiminn allt árið ef ég samþykkti öll boðin. Ég er þegar á of miklum þeytingi. Öll þessi boð segja ef til vill jafnmikið, ef ekki meira um tómarúmið í skólakerfum heimsins en ágæti stofnunar minnar. Það er holrúm í lífæðum skólakerfa víða um heim. Ég kalla það stundum „gildagap“ en það orð nær ekki hugsuninni til hlítar. Vandinn er sá að margir fræðimenn, stjórnmálamenn og embættismenn gera sér grein fyrir því að menntageirinn hefur misst sjónar á því hvert er í raun höfuðkeppikefli menntunar og skólastarfs, umfram það að tryggja nemendum bærileg störf og mannsæmandi laun í framtíðinni. Boðin sem við fáum eru í raun neyðarköll: „Það er tómarúm hjá okkur, getið þið fyllt það?“ Þegar við mætum á staðinn og Hugur 2019-Overrides.indd 11 21-Oct-19 10:47:01
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.