Hugur - 01.01.2019, Page 15

Hugur - 01.01.2019, Page 15
 „Mér fellur núorðið betur við hlutverk Sansjós Pansa …“ 15 Það myndi t.d. enginn þora að innrita sig á spítala eða bíða eftir lest á járnbraut- arstöð. Ég hóf því mikla málsvörn fyrir nytjastefnu heima. Ef til vill gekk ég of langt, t.d. voru sum rök mín gegn heilindavandanum (því að nytjastefnumaðurinn hugsar einatt „einni hugsun of mikið“, eins og Bernard Williams orðaði það) ansi langsótt. Heilindavandinn („problem of integrity“) er miklu skeinuhættari nytja- stefnunni en hinn svokallaði blóravandi („problem of victimisation“). Þessi skrif mín heima breyta því ekki að ég stend mun nær dygðafræðum í hugsun, a.m.k. um dagleg siðferðileg úrlausnarefni, en nytjastefnu og hef alltaf gert. Það mætti raunar færa rök fyrir því að sjálfur John Stuart Mill sé einnig meiri dygðafræðingur en nytjastefnumaður í þessum skilningi. En ég er ekki hreintrúaður dygðafræðingur á sama hátt og t.d. Julia Annas sem telur öll nytja- og reglurök óþörf nema hugsanlega í einhverri afar sérhæfðri starfsstéttasiðfræði. Við komust best í gegnum hversdaginn með dygðafræði að vopni en sum úr- lausnarefni eru svo stórbrotin og margþætt, svo sem hlýnun jarðar eða Palest- ínuvandinn, að ekki hrekkur til að hafa fengið vel útilátið af siðviti (phronesis). Við þurfum á kostnaðar- og nytjagreiningu af góðkynja nytjastefnutagi að halda. Þetta er engin jaðarskoðun í dygðafræði. Dan Russell hefur t.d. fært rök fyrir því að dygðafræði sé ekki fullkomlega sjálfbær sem siðferðiskenning og þurfi stund- um að sækja í smiðju nytja- og reglusiðfræði. Þetta var kannski dálítill útúrdúr frá spurningu þinni, Kristian, en ég vildi vekja athygli á því að skrif mín á íslensku, sem flest hver hafa birst í þremur greinasöfn- um (Þroskakostir, Af tvennu illu og Mannkostir), gefa ekki alls kostar góða mynd af mér sem heimspekingi, a.m.k. ekki í seinni tíð. Svo lenti ég líka heima, snemma á öldinni, í ævintýralega langvinnri og hatrammri ritdeilu um póstmódernisma sem gerði mig að persona non grata í sumum kreðsum í hugvísindum. Þetta var (vanþakklátt!) framlag mitt til íslenskrar poppheimspeki á sínum tíma en ég hef lítið sem ekkert skrifað um þetta í fræðilegri heimspeki á ensku. Þú fæst að miklu leyti við heimspeki Aristótelesar og hefur m.a. byggt á siðfræði, stjórn- speki og skáldskaparfræði hans. Af hverju er erindi Aristótelesar, að þínu mati, svona brýnt við samtímann? Ég hef skrifað margar bækur á ensku um kosti aristótelískrar heimspeki – en raunar einnig um lesti hennar sem þarf að bæta. Það er eiginlega útilokað að draga saman þessi rök mín í stuttu viðtali. Ég verð bara að hvetja fólk til að lesa þessar bækur (helst allar!). Sem eitt lítið dæmi þá fjallar næstsíðasta bók mín (Virtuous Emotions, Oxford University Press, 2018) um þann höfuðkost aristótel- ískrar siðfræði að gefa tilfinningadygðum mikilvægt rými sem hluta af hinu góða lífi. Það sem ég get sagt í styttra máli er hvers vegna aristótelísk siðfræði hefur svona mikið aðdráttarafl utan raða hefðbundinnar heimspeki. Félagsvísindamenn elska Aristóteles, margir hverjir, vegna veraldarhyggju hans: þeirrar aðferðafræðilegu forsendu að allar siðfræðikenningar þurfi að reiða sig á reynslurannsóknir um hvað fólki sé í raun fyrir bestu og hvernig það upplifi heiminn. Félagsvísindamenn eru vanir heimspekingum sem hafa engan áhuga á „empíríu“. Þegar ég segi þeim að ef Aristóteles væri á lífi í dag myndi hann aðeins Hugur 2019-Overrides.indd 15 21-Oct-19 10:47:01
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.