Hugur - 01.01.2019, Page 15
„Mér fellur núorðið betur við hlutverk Sansjós Pansa …“ 15
Það myndi t.d. enginn þora að innrita sig á spítala eða bíða eftir lest á járnbraut-
arstöð. Ég hóf því mikla málsvörn fyrir nytjastefnu heima. Ef til vill gekk ég of
langt, t.d. voru sum rök mín gegn heilindavandanum (því að nytjastefnumaðurinn
hugsar einatt „einni hugsun of mikið“, eins og Bernard Williams orðaði það) ansi
langsótt. Heilindavandinn („problem of integrity“) er miklu skeinuhættari nytja-
stefnunni en hinn svokallaði blóravandi („problem of victimisation“).
Þessi skrif mín heima breyta því ekki að ég stend mun nær dygðafræðum í
hugsun, a.m.k. um dagleg siðferðileg úrlausnarefni, en nytjastefnu og hef alltaf
gert. Það mætti raunar færa rök fyrir því að sjálfur John Stuart Mill sé einnig
meiri dygðafræðingur en nytjastefnumaður í þessum skilningi. En ég er ekki
hreintrúaður dygðafræðingur á sama hátt og t.d. Julia Annas sem telur öll nytja-
og reglurök óþörf nema hugsanlega í einhverri afar sérhæfðri starfsstéttasiðfræði.
Við komust best í gegnum hversdaginn með dygðafræði að vopni en sum úr-
lausnarefni eru svo stórbrotin og margþætt, svo sem hlýnun jarðar eða Palest-
ínuvandinn, að ekki hrekkur til að hafa fengið vel útilátið af siðviti (phronesis).
Við þurfum á kostnaðar- og nytjagreiningu af góðkynja nytjastefnutagi að halda.
Þetta er engin jaðarskoðun í dygðafræði. Dan Russell hefur t.d. fært rök fyrir því
að dygðafræði sé ekki fullkomlega sjálfbær sem siðferðiskenning og þurfi stund-
um að sækja í smiðju nytja- og reglusiðfræði.
Þetta var kannski dálítill útúrdúr frá spurningu þinni, Kristian, en ég vildi vekja
athygli á því að skrif mín á íslensku, sem flest hver hafa birst í þremur greinasöfn-
um (Þroskakostir, Af tvennu illu og Mannkostir), gefa ekki alls kostar góða mynd
af mér sem heimspekingi, a.m.k. ekki í seinni tíð. Svo lenti ég líka heima, snemma
á öldinni, í ævintýralega langvinnri og hatrammri ritdeilu um póstmódernisma
sem gerði mig að persona non grata í sumum kreðsum í hugvísindum. Þetta var
(vanþakklátt!) framlag mitt til íslenskrar poppheimspeki á sínum tíma en ég hef
lítið sem ekkert skrifað um þetta í fræðilegri heimspeki á ensku.
Þú fæst að miklu leyti við heimspeki Aristótelesar og hefur m.a. byggt á siðfræði, stjórn-
speki og skáldskaparfræði hans. Af hverju er erindi Aristótelesar, að þínu mati, svona
brýnt við samtímann?
Ég hef skrifað margar bækur á ensku um kosti aristótelískrar heimspeki – en
raunar einnig um lesti hennar sem þarf að bæta. Það er eiginlega útilokað að
draga saman þessi rök mín í stuttu viðtali. Ég verð bara að hvetja fólk til að lesa
þessar bækur (helst allar!). Sem eitt lítið dæmi þá fjallar næstsíðasta bók mín
(Virtuous Emotions, Oxford University Press, 2018) um þann höfuðkost aristótel-
ískrar siðfræði að gefa tilfinningadygðum mikilvægt rými sem hluta af hinu góða
lífi. Það sem ég get sagt í styttra máli er hvers vegna aristótelísk siðfræði hefur
svona mikið aðdráttarafl utan raða hefðbundinnar heimspeki.
Félagsvísindamenn elska Aristóteles, margir hverjir, vegna veraldarhyggju hans:
þeirrar aðferðafræðilegu forsendu að allar siðfræðikenningar þurfi að reiða sig
á reynslurannsóknir um hvað fólki sé í raun fyrir bestu og hvernig það upplifi
heiminn. Félagsvísindamenn eru vanir heimspekingum sem hafa engan áhuga á
„empíríu“. Þegar ég segi þeim að ef Aristóteles væri á lífi í dag myndi hann aðeins
Hugur 2019-Overrides.indd 15 21-Oct-19 10:47:01