Hugur - 01.01.2019, Side 17

Hugur - 01.01.2019, Side 17
 „Mér fellur núorðið betur við hlutverk Sansjós Pansa …“ 17 get ekki varist þeirri hugsun að ef Terry væri á lífi væri miklu meira líf í breskri menntaheimspeki. Hann vildi efla tengslin við félagsvísindi annars vegar og hefð- bundna heimspeki hins vegar frekar en að loka sig inni í sjálfviljugri, ógagnsærri einangrun.  Hefur háskólaumhverfið í Bretlandi – eða á heimsvísu – breyst á síðastliðnum árum? Hvernig hugnast þér sú þróun? Getur þú bæði tæpt á því sem er neikvætt og jákvætt? Það vita allir hvað gerst hefur á neikvæðu nótunum: fyrirtækja- og markaðsvæð- ing háskólastarfs og innrás möppudýranna í stjórnun háskólastofnana. Flottir heimspekingar, allt frá Páli Skúlasyni til Talbots Brewer, hafa skrifað um þetta langt og innihaldsríkt mál og ég hef engu við það að bæta. Margir háskólakennar- ar – einkum prófessorar – kvarta einnig yfir því að þurfa að eyða ómældum tíma í styrkjaumsóknir sem bitni á rannsóknarvirkni. Krafan um utanaðkomandi sjálfsaflafé er vissulega óvægin og samkeppnin hörð. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Mikið af þessum styrkjum kemur frá velgjörðasjóðum. Við í Jubilee Centre fáum til dæmis allt okkar rekstrarfé frá tveimur bandarískum sjóðum, John Templeton Foundation og Kern Family Foundation, ekki krónu frá Háskólanum í Birmingham. Þessir sjóðir hafa engan áhuga á hefðbundnum akademískum markalínum. Þeir vilja aðeins að verkefni, með skýr markmið, séu unnin vel. „Búið bara til lið,“ segja þeir, „sem getur komið þessu yfir línuna.“ Hjá okkur starfa því heimspekingar, sálfræðingar, menntunarfræðingar og félags- fræðingar – jafnvel guðfræðingar. Sjálfsaflaféð og kröfurnar sem því fylgja hafa því óbeint ýtt undir þverfagleg vinnubrögð sem eru mér sjálfum mjög að skapi. Vissulega ætti krafan um þverfagleika ekki að þurfa að koma utan frá; þetta orð kemur fyrir í stefnumótunarplöggum flestra háskóladeilda. En háskólar hafa að mestu goldið því varaþjónustu einvörðungu; allt er í raun njörvað niður í hefð- bundna sviða- og deildaskiptingu. Hitt er svo annað mál að ekki er nóg að háskólastofnanir ákveði, eða séu til- neyddar, að taka upp þverfaglega vinnu. Tímaritamarkaðurinn er mjög gamaldags að þessu leyti og oft erfitt að koma þverfaglegum rannsóknum á prent í heldri tímaritum. Við höfum lent í því í tvígang í Jubilee Centre að senda þverfaglega grein (heimspeki og sálfræði) í heimspekitímarit, sem segir hana of félagsvísinda- lega, og síðan í sálfræðitímarit sem segir hana of heimspekilega. Það eru of fá tímarit sem beinlínis hvetja til þverfaglegra rannsóknarskrifa. En tímaritið sem ég stýri, Journal of Moral Education, er þó sem betur fer eitt af þeim. Þú sækir mikið ráðstefnur sálfræðinga um heim allan. Hvernig stendur á því? Hvaða samleið áttu með rannsakendum jákvæðrar sálfræði? Ég sæki reglulega ráðstefnur á þremur sviðum: siðfræði, siðfræðilegri sálfræði og menntaheimspeki. Það eru ekki margir rannsakendur sem geta leyft sér að vera jafn marglyndir og ég, m.a. af ástæðunum sem ég nefndi í svari við síðustu spurn- ingu þinni. Á síðustu árum hafa ráðstefnur á sviði jákvæðrar sálfræði og jákvæðrar menntunar bæst í þennan flokk. Þegar ég var yngri hefði ég ugglaust skrifað 10 greina flokk í Lesbók Morgunblaðsins (sem því miður er ekki til lengur, ekki satt?) Hugur 2019-Overrides.indd 17 21-Oct-19 10:47:02
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.