Hugur - 01.01.2019, Side 25

Hugur - 01.01.2019, Side 25
 Saga heimspekinnar 25 rökgreiningardjöflarnir þetta aldrei sagnfræði. (Þeir kölluðu svolítið annað heim- spekisögu og ég kem að því síðar.) Maður gæti líka haldið að þetta sé furðuleg iðja. Hvers vegna ætti maður að lesa rit eftir horfinn útlending þegar það sem maður leitar að er að ná taki á ævarandi sannleika? En Williams finnst þessi iðja ekki furðuleg í þeim skilningi. Vegna þess að – nú er þetta þriðji áfanginn, fullyrðingin í anda Nietzsches – hann heldur því fram að tilgang heimspekisögunnar sé að finna í „möguleikanum á því að fyrri heimspeki hafi verið ótímabær og hjálpi til að gera framandi það sem er kunn- uglegt í því sem við gefum okkur“ (bls. 263). Eða aftur: „Tilgangurinn með því að lesa heimspekinga fortíðar er að finna hjá þeim eitthvað frábrugðið nútíðinni“ (bls. 344). Og í aðeins lengra máli: Til að réttlæta tilvist sína verður <heimspekisagan> að halda sagnfræði- legri fjarlægð frá nútímanum og verður að gera það þannig að það renni stoðum undir að hún sé heimspeki. Það er einmitt að þessu marki sem hún getur verið gagnleg vegna þess að það er einmitt að þessu marki sem hún gagnast okkur við að nota hugmyndir fortíðarinnar til þess að skilja okkar eigin. (bls. 259) Ég kalla þetta fullyrðingu í anda Nietzsches vegna þess að Williams heldur henni fram sem sérstöku tilviki af almennri kennisetningu sem hann eignar Nietzsche: „Tilgangurinn með hvaða sögu sem er … er að öðlast svolitla fjarlægð frá nútím- anum, sem er gagnleg til þess að skilja nútímann“ (bls. 258). Ef þetta er hin sanna heimspekisaga, hvernig er hún þá ólík úrkynjaðri iðju rök- greiningarheimspekinganna? Adrian Moore segir að tilgangur heimspekisögunn- ar hafi ekki verið, líkt og heimspekingar innan rökgreiningarhefðarinnar hafa gjarnan haldið, að benda á raddir fyrri tíðar sem heyra mætti sem innlegg í deilur samtímans. Þvert á móti. Hann var sá að benda á raddir fyrri tíðar sem var ekki hægt að heyra sem innlegg í deilur samtímans og vöktu þar með spurningar um þær forsendur sem gerðu deilur samtím- ans mögulegar. (bls. ix) Þetta er snotur mótfullyrðing en röng. Í sannleika sagt eru djöflarnir og englarnir sammála um að hinum merku dauðu sé mögulegt (og þeir ættu ef til vill) að taka þátt í deilum samtímans. Munurinn er frekar þessi: Til að svara spurningunni „Hvers vegna ætti maður að lesa Þeætetos?“ segja djöflarnir að „það geti hjálpað manni að fá skýrari hugmynd um eðli þekkingar“ og englarnir segja: „Það getur hjálpað manni að fá skýrari hugmynd um eðli þekkingar, vegna þess að umfjöll- unin er svo frábrugðin öllu sem er manni kunnuglegt.“ Hin djöfullega heimspeki- saga kann að leita í hvaða sögulega heimspekitexta sem er sem snertir málefni samtímans. Hin engillega heimspekisaga mun einungis leita til sögulegs texta þegar hann snertir málefni samtímans og býður auk þess upp á sjónarhorn sem er Hugur 2019-Overrides.indd 25 21-Oct-19 10:47:02
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.