Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 31

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 31
 Heimspeki innan tilvitnanamerkja? 31 vinnu sagnfræðingsins. Fyrst þarf að ná héranum: Það er a priori10 morgunljóst að sagnfræðingur getur ekki unnið neitt úr gögnum sínum nema gögnunum hafi fyrst verið safnað saman, að hugmyndasagnfræðingur getur ekki túlkað neitt ef það eru engir textar á borði hans. Og þessi röklega forgangsröðun verður að for- gangsröðun í verki: mann langar að skrifa eitthvað um „vöggurökin“ hjá epikúr- ingum11 þannig að maður blaðar í Arrighetti og Usener til að finna gögnin sem skipta máli. Engu að síður veit hugmyndasagnfræðingur – og ekki síst hugmyndasagn- fræðingur fornaldar – að gögnin eru ekki alltaf tiltæk. Þvert á móti þarf oft að fara fram og til baka frá gögnum til staðreynda, milli þess sem var sagt og þess sem var hugsað. Það þarf að grundvalla texta og grundvöllun textans og túlkun hans eru ansi oft tveir hlutar sömu vinnu, tvær hliðar á einu og sama starfi vitsmun- anna. Sagnfræðingur veitir því eftirtekt að á ákveðnum stað í fjórum handritum, sem öll varðveita sama aristótelíska textann, virðast fjögur ólík orð koma fyrir: μεταλαβών, μεταλαμβάνων, μεταβαλών, μεταβάλλων. Sagnfræðingurinn vill komast að því hvaða orð Aristóteles skrifaði á sama stað í eiginhandriti sínu að verkinu Almæli.12 Hvað gerir hann? Hann túlkar orðin fjögur sem hann fann og hann velur á grundvelli þessara túlkana. Hann segir sjálfum sér að sennilegast hafi Aristóteles skrifað „μεταλαβών“ og hann segir það af því að hann hefur sannfærst um að Aristóteles hafi viljað tjá þá hugsun sem þetta orð tjáir. Sagnfræðingurinn hlýtur að vera meðvitaður um þetta stúss fram og til baka jafnvel þótt textinn sem hann er að vinna með sé prentaður svart á hvítu undir merkjum Guillaume Budé. Þetta er oft vandasöm vinna og hún greinir karla í krapinu frá snáðum í snjónum og hafrana frá sauðunum. En hún mælir vitaskuld ekki á móti þeim a priori sannindum að maður verður að hafa texta til þess að geta túlkað texta. Hún gefur ekki heldur neina ástæðu til að óttast að vítahringur – túlkunarhringur, eins og hann er kallaður – ógni og geti skemmt fyrir tilraunum til að túlka forna texta. Þetta stúss fram og til baka er jú hversdagslegt fyrirbæri þegar öllu er á botninn hvolft. Þegar monsieur Jourdain les dagblaðið sitt, þar sem óhjákvæmilega eru prentvillur af öllu mögulegu tagi, þá tæklar hann vanda sem er algerlega hliðstæð- ur þeim sem heimspekisagnfræðingur sem fæst við fornaldarheimspeki stendur frammi fyrir; og hann leysir auðveldlega flest þessara vandamála án þess að íhuga þau nokkurn tímann. Sagnfræðingurinn þarf vafalaust að vera svolítið klókari en monsieur Jourdain og hversu klókur sem hann er, verða án vafa tilvik þar sem hann verður að játa sig sigraðan. En verkefni hans er ekki ómögulegt og það er ástæðulaust fyrir hann að ætla að sem sagnfræðingur sem fæst við hugsun forn- manna sé hann í sérstakri og undarlegri stöðu. 10 [Fyrirfram (Þýð.)] 11 Sjá J. Brunschwig, „The cradle argument in Epicureanism and Stoicism“, í M. Schofield og G. Striker (ritstj.), The Norms of Nature (Cambridge, 1986), bls. 113–144 [franska þýðingu er að finna í Études, bls. 69–112]. 12 Sjá Top. A 101b36, ásamt J. Brunschwig, Aristote: Topiques (livres I–IV) (París, 1967), bls. 122, nmgr. 2. Hugur 2019-Overrides.indd 31 21-Oct-19 10:47:02
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.