Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 31
Heimspeki innan tilvitnanamerkja? 31
vinnu sagnfræðingsins. Fyrst þarf að ná héranum: Það er a priori10 morgunljóst
að sagnfræðingur getur ekki unnið neitt úr gögnum sínum nema gögnunum hafi
fyrst verið safnað saman, að hugmyndasagnfræðingur getur ekki túlkað neitt ef
það eru engir textar á borði hans. Og þessi röklega forgangsröðun verður að for-
gangsröðun í verki: mann langar að skrifa eitthvað um „vöggurökin“ hjá epikúr-
ingum11 þannig að maður blaðar í Arrighetti og Usener til að finna gögnin sem
skipta máli.
Engu að síður veit hugmyndasagnfræðingur – og ekki síst hugmyndasagn-
fræðingur fornaldar – að gögnin eru ekki alltaf tiltæk. Þvert á móti þarf oft að fara
fram og til baka frá gögnum til staðreynda, milli þess sem var sagt og þess sem
var hugsað. Það þarf að grundvalla texta og grundvöllun textans og túlkun hans
eru ansi oft tveir hlutar sömu vinnu, tvær hliðar á einu og sama starfi vitsmun-
anna. Sagnfræðingur veitir því eftirtekt að á ákveðnum stað í fjórum handritum,
sem öll varðveita sama aristótelíska textann, virðast fjögur ólík orð koma fyrir:
μεταλαβών, μεταλαμβάνων, μεταβαλών, μεταβάλλων. Sagnfræðingurinn vill
komast að því hvaða orð Aristóteles skrifaði á sama stað í eiginhandriti sínu að
verkinu Almæli.12 Hvað gerir hann? Hann túlkar orðin fjögur sem hann fann og
hann velur á grundvelli þessara túlkana. Hann segir sjálfum sér að sennilegast hafi
Aristóteles skrifað „μεταλαβών“ og hann segir það af því að hann hefur sannfærst
um að Aristóteles hafi viljað tjá þá hugsun sem þetta orð tjáir.
Sagnfræðingurinn hlýtur að vera meðvitaður um þetta stúss fram og til baka
jafnvel þótt textinn sem hann er að vinna með sé prentaður svart á hvítu undir
merkjum Guillaume Budé. Þetta er oft vandasöm vinna og hún greinir karla í
krapinu frá snáðum í snjónum og hafrana frá sauðunum. En hún mælir vitaskuld
ekki á móti þeim a priori sannindum að maður verður að hafa texta til þess að
geta túlkað texta. Hún gefur ekki heldur neina ástæðu til að óttast að vítahringur
– túlkunarhringur, eins og hann er kallaður – ógni og geti skemmt fyrir tilraunum
til að túlka forna texta.
Þetta stúss fram og til baka er jú hversdagslegt fyrirbæri þegar öllu er á botninn
hvolft. Þegar monsieur Jourdain les dagblaðið sitt, þar sem óhjákvæmilega eru
prentvillur af öllu mögulegu tagi, þá tæklar hann vanda sem er algerlega hliðstæð-
ur þeim sem heimspekisagnfræðingur sem fæst við fornaldarheimspeki stendur
frammi fyrir; og hann leysir auðveldlega flest þessara vandamála án þess að íhuga
þau nokkurn tímann. Sagnfræðingurinn þarf vafalaust að vera svolítið klókari en
monsieur Jourdain og hversu klókur sem hann er, verða án vafa tilvik þar sem
hann verður að játa sig sigraðan. En verkefni hans er ekki ómögulegt og það er
ástæðulaust fyrir hann að ætla að sem sagnfræðingur sem fæst við hugsun forn-
manna sé hann í sérstakri og undarlegri stöðu.
10 [Fyrirfram (Þýð.)]
11 Sjá J. Brunschwig, „The cradle argument in Epicureanism and Stoicism“, í M. Schofield og G.
Striker (ritstj.), The Norms of Nature (Cambridge, 1986), bls. 113–144 [franska þýðingu er að finna í
Études, bls. 69–112].
12 Sjá Top. A 101b36, ásamt J. Brunschwig, Aristote: Topiques (livres I–IV) (París, 1967), bls. 122,
nmgr. 2.
Hugur 2019-Overrides.indd 31 21-Oct-19 10:47:02