Hugur - 01.01.2019, Síða 34

Hugur - 01.01.2019, Síða 34
34 Jonathan Barnes Gerum okkur í hugarlund að úr einhverjum egypskum sorphaug komi papýrus- brot úr dagbók Platons; og í færslunni sem varðveittist standi: „Lauk við að skrifa Parmenídes í dag – óttalegt bull en mun án nokkurs vafa halda ritskýrendum við efnið.“ Þannig að Parmenídes greinir ekki frá skoðunum Platons sjálfs. Hvað myndi það þýða fyrir sagnfræðinga sem fást við fornaldarheimspeki? Það yrði nú þytur í dúfnakofanum en svo myndi allt halda áfram eins og venjulega. Uppgötv- un dagbókarinnar myndi nefnilega ekki breyta einu eða neinu um túlkun á þeim yrðingum sem mynda samræðuna Parmenídes. Ímyndum okkur að dagbókin haldi áfram á þessa leið: „Ég skrifaði hana auðvitað bara fyrir peninginn – ég er ekki þöngulhaus. Þeir vildu fá eitthvað fyndið fyrir sýninguna í Peiraevs. Ég vona að hún bregðist ekki algerlega.“ Þannig að Parmenídes greinir ekki frá málgjörðum Platons sjálfs – greinir ekki frá því sem hann hélt fram, því sem hann velti fyrir sér, því sem hann gat sér til um … Hvað myndi það þýða fyrir sagnfræðinga sem fást við fornaldarheimspeki? Ekki nokkurn skapaðan hlut – eða alltént ekkert voðalega mikið. Þetta er bara hugarburður. En hann er ekki víðs fjarri þeim veruleika sem sagnfræðingar sem fást við platonisma fornaldar standa frammi fyrir. Hverju hélt Platon fram? Hvaða spurninga spurði hann? Hvaða tilgátur setti hann fram? Við getum ekki svarað þessum spurningum jafnvel þótt við eigum varðveitt hvert ein- asta rit sem Platon skrifaði um ævina, af því að Platon gaf skrifum sínum form sem myndar fjarlægð milli okkar og hans sem höfundar. Fræðimenn hafa svo sannarlega reynt að bera kennsl á skoðanir og fullyrðingar Platons í gegnum þoku orða hans, til dæmis með því að halda því fram að Sókrates sé málpípa Platons þannig að það sem kemur úr munni hins skáldaða Sókratesar megi eigna huga hins sögulega Platons. En slíkar ágiskanir eru byggðar á sandi – og þær varða persónulega ævisögu Platons fremur en sögu heimspekilegrar hugsunar. (Það er freistandi að giska á að þær séu líka í andstöðu við það sem Platon sjálfur hefði óskað; hvers vegna hefði Platon annars átt að skrifa eins og raun ber vitni ef hann hefði ekki viljað að lesendur hans létu sig varða hugsanirnar en ekki hugsuðinn? En slíkar ágiskanir eru byggðar á sandi …) Túlkandi leggur til að með því að segja E hafi Platon tjáð þá hugsun að P. Hann eignar Platoni ekki þar með neinar skoðanir og eignar honum ekki heldur neinar málgjörðir. Hvað er hann þá að gera? Ímyndum okkur að ég segði að upphafslínur Medeu Evripídesar tjái þá ósk að Argó hefði aldrei verið smíðað. Það er áreið- anlega satt. En hverjum tilheyrir sú ósk sem línurnar tjá? Ekki ósk Evripídesar – óskir Evripídesar um þetta (hafi hann haft einhverjar) eru með öllu óþekktar og þær hafa hvort sem er ekkert með Medeu að gera. Ekki er það ósk leikarans sem leikur (eða lesandans sem les) hlutverk fóstrunnar – leikarinn getur óskað sér hvers sem er eða einskis meðan hann fer með línurnar sínar og óskir hans koma málinu ekkert við. Þetta er ósk fóstrunnar, persónunnar í leikritinu hverri línurnar tilheyra. En er fóstran að tjá ósk með því að segja línurnar? Nei – fóstran segir ekki línurnar, af því að það er engin slík manneskja til sem er fóstran. Eftir sem áður tjáði Evripídes óskina að Argó hefði aldrei verið smíðað – eða ef það virðist betra: gaf þessari ósk tjáningu – með því að skrifa fyrstu línur Medeu. Hugur 2019-Overrides.indd 34 21-Oct-19 10:47:03
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.