Hugur - 01.01.2019, Page 40
40 Jonathan Barnes
***
Ég sný mér nú að seinni rökunum sem hafa gefið til kynna að kórgerðirnar verndi
ekki túlkandann frá byljum heimspekinnar. Þessi rök eiga rætur að rekja til þeirrar
hugmyndar að sagnfræðingurinn verði að velja um eitt og annað og ástæðurnar
fyrir valinu hljóti að vera í eðli sínu heimspekilegar.
Sagnfræðingur býr ekki til túlkanir sínar ex nihilo22 né heldur eru þær vanar
að koma með guðlegum innblæstri. Hann þarf þvert á móti að vinna að því að
komast frá þeirri staðreynd að einhver sagði E til einhvers á forminu „x tjáir þá
hugsun að P“. Þetta getur verið erfið nákvæmnisvinna en hún er ekki tilfallandi
eða auðveldlega aðskilinn hluti af vinnu túlkandans. Því ef sagnfræðingur fram-
leiðir túlkanir, þá skiptir framleiðsluaðferð hans máli – hann verður að haga fram-
leiðslunni á rökréttan eða skynsamlegan hátt. Með öðrum orðum þarf hann, að
svo miklu leyti sem hann er sagnfræðingur, að framleiða túlkanir sem eru studdar
röklegum skýringum. En aftur á móti er heimspeki – og þetta er kjarni röksemda-
færslunnar – óaðskiljanlegur hluti af allri túlkun á heimspekilegum texta. Ef til
vill sýna kórgerðir túlkandans ekki sjálfar neina glímu við heimspeki; en rökin
sem styðja þær tryggja slíka glímu.
Hvernig gæti maður almennt og yfirleitt sannfært sjálfan sig um að x hafi tjáð
þá hugsun að P með því að segja E? Hvers konar ástæður gæti túlkandinn fundið
til? Í grófum dráttum mætti skipta þeim í þrennt. Í fyrsta lagi eru málvísindalegar
ástæður. Hvað þýðir E á hversdagslegu máli á tíma x? Eða á hans fagmáli? Eða í
hans eigin verkum? Svo eru ástæður sem lúta að samhengi: Hefði x viljað tjá þá
hugsun að P í samhengi þessarar efnisgreinar? En í stærra samhengi þess verks
þar sem E er að finna? Í ljósi þess sem x segir um sama efni annars staðar? Og
það eru efnislegar ástæður – ástæður sem hnitast um eðli viðfangsefnisins sem E
fjallar um: er satt eða ósatt að P? Væri snjallt eða kjánalegt, viðeigandi eða óvið-
eigandi, … að halda því fram eða velta því fyrir sér hvort … P?
Hér er barnalegt dæmi – sem sýnir einnig hvernig maður fer fram og til baka
milli gagna og staðreynda eins og ég gat um áður. Sérhvern sumardagsmorgun,
fyrir mörgum öldum síðan, var ég vanur að lesa fréttir um krikket í dagblaði
föður míns. Einn góðan morgun veitti ég því eftirtekt að samkvæmt Times hefði
Middlesex náð 345 stigum fyrir 7 staura og stjörnukylfir liðsins, Denis Compton,
hefði skorað 10.099 af þeim. Ég var bráðger ungur piltur og áttaði mig á að þetta
stæðist ekki. Hvernig átti ég nú að túlka Times? Af þeim fjölmörgu möguleikum
sem mér datt í hug virtist mér tveir langsamlega sennilegastir (ég man ekki af
hverju): Annaðhvort hafði Compton skorað 10.099 og Middlesex hafði þá fengið
10.444 stig fyrir 7 staura eða þá að Middlesex hafði fengið 345 fyrir 7 staura og
Compton hafði skorað 99. Svo að mér sýndist túlkunarvandinn í raun vera þessi:
Hvernig gæti ég valið á milli þessara tveggja möguleika?
Voru einhverjar málvísindalegar ástæður? Ég velti fyrir mér þeirri tilgátu að
í þessu samhengi merkti táknið „10.099“ töluna 99 en ekki töluna 10.099. En
22 [Úr engu (Þýð.)]
Hugur 2019-Overrides.indd 40 21-Oct-19 10:47:03