Hugur - 01.01.2019, Side 58

Hugur - 01.01.2019, Side 58
58 Klas Grinell (16 síður af 360) í vísindasögu Charles Singer (1876–1960), sem er samin 1941, á meðan hennar sér engan stað í kynningu á sögu stjórnmálahugmynda eftir Sven-Eric Liedman (f. 1939), Från Platon till kriget mot terrorismen (Frá Platoni til stríðsins gegn hryðjuverkum).48 Framþróunarhyggjan sem ræður efnisvalinu vinnur ekki aðeins með þá hug- mynd að hugsuður verði að hafa lagt eitthvað af mörkum til að vera með, heldur fylgja henni oft síendurteknir gildisdómar um að íslömsk menning hafi staðnað um aldamótin 1200. Innan íslamskra fræða er einnig oft rætt um gullöld múslíma sem hafi varað fram að innrás Mongóla í Bagdad örlagaárið 1259.49 Vandinn við hugmyndir um stöðnun og þróun er að þær fylgja gjarnan mælikvarða sem er sjaldan settur skýrt fram. Svo lengi sem maður les íslamska heimspeki til þess að kanna hversu vel hún svarar öðrum spurningum en þeim sem hún sjálf spyr, þá líta svörin vitaskuld út fyrir að vera ómarkviss eða ófullnægjandi. Svo lengi sem notað er efni af aristótelískum toga til að svara þeim spurningum sem latneska hefðin fékkst við, er það kallað framför. En breyti maður um sjónarhól og taki að glíma við aðrar spurningar, er það afgreitt sem guðspeki eða því lýst sem „heim- spekinni hafi verið úthýst“.50 Mörg þeirra dæma sem ég hef hér tilgreint eru ekki lengur alveg ný af nálinni. En hefur einhver breyting orðið á í seinni tíð? Í nýjasta yfirlitsritinu um hug- myndasögu, fjögurra binda verkinu Europas idéhistoria, sem gefið er út af Natur och kultur, nær lýsingin á íslam í öðru bindi, Tankens pilgrimer (Pílagrímar hugs- unarinnar), yfir næstum 70 blaðsíður. Áfram beinist athyglin að sama tímabili og í öllum hinum ritunum en framsetningin er fyllri og innlifaðri en áður. Þrátt fyrir það er ekki minnst einu orði á Suhrawardi. Eins og Aspelin í Världsbilder och livsideal fjallar Ambjörnsson (f. 1936) í þessu bindi um tímabilið fram til um 1250, þegar venjan er að segja að íslömsku gullöldinni hafi lokið, nema hvað hann ræðir einnig um Ibn Khaldun (1332–1406), sem lifði fram á 15. öld. Í tímatalshlutanum í þessari bók Ambjörnssons er enga skýringu að finna á því af hverju umfjöllunin um menningu múslíma ætti aðeins að ná til um 1200 eða hvers vegna Ibn Khaldun ætti að vera eini hugsuðurinn eftir þann tíma sem nefndur væri. Í heild spannar bókin söguna fram til ársins 1500 og því er engin ástæða til að ljúka umfjölluninni um heim múslíma löngu fyrr. Hvaða rök gætu þá verið fyrir því? Ambjörnsson lýkur söguyfirliti sínu með stuttri hugleiðingu sem hverfist um spurninguna hvers vegna hinn „vestræni hugmyndaheimur […] hafi haft meira svigrúm til breytinga en sá austræni“. Spurningin gefur til kynna að Ambjörnsson 48 Charles Singer, Naturvetenskapernas historia (Lundi: Liber Läromedel, 1981 [upphaflega A Short History of Science to the Nineteenth Century (New York: Oxford University Press, 1941)]); Sven- Eric Liedman, Från Platon till kriget mot terrorismen: De politiska idéernas historia (Stokkhólmi: Albert Bonniers förlag, 2005); sjá einnig: Svante Nordin, Det politiska tänkandets historia (Lundi: Studentlitteratur, 1999) og Raino Malnes og Knut Midgaard, De politiska idéernas historia (Lundi: Studentlitteratur, 1994). 49 Sjá umfjöllun um þetta hjá Marshall G.S. Hodgson, The Venture of Islam: Conscience and history in a World civilization: 2: The Expansion of Islam in the Middle period (Chicago: University of Chicago Press, 1974), 371 o.áfr. 50 Nordin, Filosofins historia, 181. Hugur 2019-Overrides.indd 58 21-Oct-19 10:47:04
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.