Hugur - 01.01.2019, Síða 59

Hugur - 01.01.2019, Síða 59
 Íslömsk heimspeki og vestræn hugmyndasaga 59 styðji þá hugmynd að stöðnun hafi orðið í íslamskri hugsun. Orsaka þessa skorts á breytingum leitar hann meðal annars í því að munnleg hefð hafi verið hærra skrif- uð hjá múslímum, meira stigveldi milli kennara og nemenda, í aðskilnaðinum milli innvígðra og óinnvígðra og valdaskiptingunni í vestri milli páfa og keisara sem hafi boðið upp á meira svigrúm fyrir skapandi hugsun. Niðurlagsorðin eru: Sérstaðan sem vestræn vísindi og hugsun smám saman öðlast er talin eiga rót sína í skipulagi þeirra, þ.e.a.s. þeirri umgjörð, þeim mörkum og möguleikum sem fólust í háskólakerfinu.51 En ástæða þess að fæstir höfundar heimspekisagna telja að Suhrawardi eigi heima í frásögnum þeirra er einmitt sú að hann er fulltrúi fyrir umskipti sem verða innan íslamskrar heimspeki og valda því að hún fjarlægist þær spurningar sem vekja áhuga evrópskra miðalda- og nýaldarheimspekinga. Þar með er nærtækt að ætla að sú staðreynd að verk Ambjörnssons er hluti af ritröð sem snýst um hugmyndasögu Evrópu hafi ráðið efnisvalinu, og að því hafi einungis þeir höf- undar sem rituðu á arabísku komið til álita hafi þeir vakið verulega athygli innan evrópsku hefðarinnar. En hefði sú verið raunin væri erfitt að skýra hvers vegna Ambjörnsson ræðir í svo löngu máli um súfisma og hugsuði á borð við Ibn Tufayl (um 1105–1185) og Ibn Khaldun. Það lítur frekar út fyrir að það að til sé sænsk þýð- ing á Ibn Tufayl og alþjóðleg tilhneiging til þess að telja Ibn Khaldun til kanóns miðalda séu ástæður þeirrar athygli sem þeim er veitt.52 Ef stefnan hefur verið sú að fjalla einkum um þá heimspekinga sem hafa valdið straumhvörfum í sögunni, reynist örðugt að skilja hvers vegna heimspekingar eins og Suhrawardi, al-Tusi (1201–1274), Shahrazuri (d. 1288), Qutb al-Din Shirazi (1236–1311) og Dawani (d. 1502) verðskulda ekki að a.m.k. sé á þá minnst sem mik- ilvæga fulltrúa íslamskrar heimspekihefðar sem hafi verið laustengdari arfleifð Aristótelesar. Enda þótt Ambjörnsson hafi sett sér að fara gegn gömlum rótgrón- um afmörkunum minna margar forsendur hans á þær sem finna má í eldri ritum. Í 1500 síðna löngu þriðja bindi ritraðarinnar Europas idéhistoria tekur Sverker Sörlin (f. 1956) fyrir tímabilið 1492–1918. Íslam eða múslímskir hugsuðir eru þar nefndir í ein tólf skipti. Í flestum tilvikum eru það stuttar vísanir í rit Avicenna um læknisfræði, Canon. „Eins og gildir um svo margan annan fornan lærdóm höfðu arabískir lærdómsmenn einnig umsjón með þeim læknisfræðilega,“ skrifar Sörlin.53 Í bindinu Världens ordning (Skipan heimsins) bætir hann því við að ís- lömsk lærdómsmenning hafi ekki aðeins miðlað, „Arabarnir“ gátu einnig af sér „frekari nýjungar“ en „í öllum aðalatriðum höfðu þeir ekkert nýtt fram að færa við 51 Ronny Ambjörnsson, Tankens pilgrimer: Europas idéhistoria: Medeltiden (Stokkhólmi: Natur och kultur, 2002), 370. 52 Muhammad Ibn Abd al-Malik Ibn Tufayl, Hayy ibn Yaqzan: den självlärde filosofen, þýðandi Öjevind Lång (Furulund: Alhambra, 2001). Um þá fastmótuðu venju að líta á Ibn Rushd sem endapunkt íslamskrar heimspeki, með Ibn Khaldun sem viðhengi hennar, sjá: Seyyed Hossein Nasr, Islamic philosophy from its origin to the present: Philosophy in the land of prophecy (New York: State University of New York Press, 2006), 26. 53 Sverker Sörlin, Mörkret i människan: Europas idéhistoria 1492–1918 (Stokkhólmi: Natur och kultur, 2004), 83 (leturbreyting mín). Hugur 2019-Overrides.indd 59 21-Oct-19 10:47:04
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.