Hugur - 01.01.2019, Page 60

Hugur - 01.01.2019, Page 60
60 Klas Grinell lok 15. aldar og upphófst þá tímabil í sögu íslams sem einkenndist af hugmynda- fræðilegri stöðnun og minni sköpun á sviði vísinda“. 54 Með öðrum orðum fjallar Sörlin um íslam á afar hefðbundinn hátt enda þótt hann gefi til kynna að sköp- unarskeið „Arabanna“ hafi náð allt til loka 15. aldar. En hvaða hugsuði hann hefur í huga sem dæmi um þessa sköpunargáfu fáum við ekki að vita. Efnisvalið og framsetningin markast þess í stað af því að íslamskur lærdómur hafi ekki lengur haft neitt fram að færa til evrópskrar hugsunar. Sörlin lætur sér nægja alhæfingar um „Arabana“ án þess að færa nein rök fyrir máli sínu eða skýra það nánar. Um leið getur hann þess hvernig mynd Evrópumanna af austrinu hafi meira mótast af sjálfsmynd þeirra sjálfra en af reynsluþekkingu og bendir á hversu mikilvæg gagnrýni Edwards Said (1935–2003) sé á þessa hefð. Þetta er þó ábending sem hittir á sérlega veikan punkt í umfjöllun Sörlins sjálfs um íslam. Einnig heldur Nils Runeby (1931–2009) því fram í lokahluta Europas idéhistoria að „litið sé svo á að íslam og austrið séu í ,eðli‘ sínu óbreytileg og stöðug, og austri og vestri hafi verið stillt upp sem andstæðum heildum hvoru á móti öðru“.55 Hér má því finna gagnrýni á þá hefð sem hefur skapað þennan fastmótaða skilning á íslam og einkennir enn framlag Sörlins og að vissu leyti einnig Ambjörnssons til sömu ritraðar. Í Stenarna i själen (Steinarnir í sálinni) fæst Sven-Eric Liedman við ólíkar hug - myndir um form og efni innan vestrænnar hugmyndahefðar. Bókin nær frá Platoni til hönnunar og taugafræði í byrjun 21. aldar og hefur m.a. að geyma kafla er nefnist „Að hugsa á arabísku“. Í honum er margt áhugavert að finna um sérstök áhrif arabískrar tungu á heimspekilega hugsun og hvernig þau áttu eftir að móta latnesku hefðina. Að því leyti er bókin ólík áðurnefndum umfjöllun- um um íslamska heimspeki. Liedman bendir á að í arabísku er aldrei hægt að líta á hugtakið tilvist sem eiginleika sem einhver hefur. Andstætt þeirri tvíræðni sagnarinnar að vera, sem Aristóteles hélt fram að gerði mönnum erfitt fyrir að skilja breytingu, var greinarmunurinn á því að vera til og að hafa ákveðinn eigin- leika skýr og grundvallaratriði í heimspeki á arabísku.56 Liedman beinir athyglinni einkum að Ibn Sina en kynnir al-Farabi og Ibn Rushd sem hina tvo miklu íslömsku heimspekinga. Enda þótt höfundur hafi mikla þekkingu á efninu fylgir kaflinn hefðbundnum afmörkunum í tímabil og þróun hugmynda. „Frá fornöld til samtímans“ er undirtitill bókarinnar. Liedman lýkur umfjöllun sinni um arabíska hugsun með svofelldum hætti: Venjan er að segja að þeirri hefð sem þeir voru fulltrúar fyrir [al-Farabi, Ibn Sina og Ibn Rushd] hafi lokið á 12. og 13. öld. Það er rétt að þrótt- 54 Sverker Sörlin, Världens ordning: Europas idéhistoria 1492–1918 (Stokkhólmi: Natur och kultur, 2004), 31. 55 Sverker Sörlin, Mörkret i människan, 54; Sverker Sörlin, Världens ordning, 30; Nils Runeby, „Människans familj: söndring eller enhet“, í Framstegets arvtagare: Europas idéhistoria: 1900-talet, ritstj. Nils Runeby (Stokkhólmi: Natur och kultur, 1998), 269. 56 Sven-Eric Liedman, Stenarna i själen: Form och materia från Antiken till idag (Stokkhólmi: Albert Bonniers förlag, 2006), 132 o.áfr. Arabíska hugtakið mahiya (hvaðleiki) var þýtt sem quidditas í miðaldalatínu. Hugur 2019-Overrides.indd 60 21-Oct-19 10:47:04
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.