Hugur - 01.01.2019, Side 68

Hugur - 01.01.2019, Side 68
68 Klas Grinell þessarar nýplatonsku heimspeki og dulspekinnar, í íslömskum, persneskum bún- ingi. Sjálfur leit hann ekki á starf sitt sem endurnýjun heldur sem endurlífgun hinnar pýþagórísku speki sem bæði Platon og Aristóteles hefðu varðveitt. Ætlun- in var að ráðast í uppgjör við afbökun aristótelesarsinna á þeirri sönnu speki sem væri að finna í fornum heimildum. Þessi túlkun setur Suhrawardi í einkar mikilvæga stöðu þegar rætt er um arf- leifð fornaldarinnar og hvernig hún þróaðist. En jafnvel þótt ekki sé fallist á þessa túlkun er ekkert í rannsóknum á íslamskri heimspeki eða á verkum Suhrawardis sem gefur tilefni til að ætla að hann skipti einungis máli í íslömsku samhengi. Samantekt Að rita söguna aftur á bak út frá mælikvörðum sem hafa átt þátt í að móta sam- tímann – það er ein leið til þess að fást við íslamska heimspeki. Þá heldur maður sig við frásagnarform sem líta til samtímans og tekur aðeins með þá íslömsku heimspekinga sem höfðu áhrif á evrópska hugsun. Því fylgja engir gildisdómar né gefur það tilefni til þess að fella neina slíka. Söguleg þýðing hugsuðanna er landfræðipólitískt ákveðin og veltur ekki á gæðum innihaldsins. Enda þótt bækur um heimspekilegan kanón virðist fylgja arfleifð Platons og Aristótelesar í gegnum söguna – sögu sem í ljósi þess sem hér hefur verið rakið ætti að hafa Suhrawardi og uppljómunarhefðina innanborðs – snúast þær allar þess í stað um uppruna vestrænnar samtímahugsunar. Ef til vill mætti þá færa rök fyrir því að láta uppljómunarheimspekinni bregða fyrir í baksýn í umfjöllun um gyðinglegan kabbalisma sem var áhrifamikill t.d. í Evrópu á 17. öld. Þar að auki gæti hún vakið áhuga ef fjallað væri um ýmsar hugmyndir um philosophia perennis, sem m.a. Frithjof Schoun (1907–1998) og Henri Corbin boðuðu og má líta á sem eins konar dulspekihefð á 20. öld. Jafnvel kanónísk túlkun á fornaldararfinum hefur margt að græða á því að taka með í reikninginn umræðuna um sama efni innan íslamskrar heimspeki. Suhrawardi vekur áhugaverðar og mikilvægar spurningar um hvaða skilning við leggjum í platonska og aristótelíska hugsun, enda þótt maður þurfi ekki að hafa áhuga á heimspeki hans sem slíkri. Blandi maður saman framfaramiðaðri sögu og upprunasögu – sem er það sem meira eða minna allir handbókahöfundar gera – er nokkuð auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að dregið hafi úr gæðum íslamskrar heimspeki um leið og kristnir heimspekingar lokuðu eyrunum fyrir henni. Þannig búum við okkur til þá mynd af kanóni okkar að hann samanstandi af bestu textunum fremur en að sægur sögulegra tilviljana hafi ráðið því hvernig hann er settur saman. Annars vegar styrkjum við þannig útgáfu skynsemishyggjunnar af sögu heimspekinnar í The Cambridge companion to Arabic philosophy, ritstj. Peter Adamson og Richard C. Taylor (Cambridge: Cambridge University Press, 2005), 97 o.áfr. Sú mynd sem íslamskir heimspek- ingar höfðu af Platoni og Aristótelesi – eða Aflatun og Aristutalais – dró mjög dám af þess- um nýplatonsku túlkunum, þar sem litið var á nokkrar af Níundum Plótinosar sem guðfræði Aristótelesar. Hugur 2019-Overrides.indd 68 21-Oct-19 10:47:05
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.