Hugur - 01.01.2019, Síða 74

Hugur - 01.01.2019, Síða 74
74 Eyjólfur K. Emilsson nafngreinir hann Plótinos hvergi, af einhverri óþekktri ástæðu, en það er hafið yfir allan vafa að það er kennisetning hins síðarnefnda sem hann er að agnúast út í.14 Próklos setur fram ýmsar aðfinnslur en ég mun takmarka umfjöllun mína við þær þrjár sem að mínu mati eru beittastar. (1) Þótt efnið eigi enga hlutdeild í hinu Góða, sé raunar sneytt formi, góðleika og veru (eins og Próklos og Plótinos voru sammála um), er ekki þar með sagt að það sé slæmt; ekki gott er ekki það sama og slæmt.15 (2) Ef efnið orsakast af hinu Góða og efnið er slæmleiki eins og Plótinos heldur fram, þá er hið Góða, verandi orsök hins slæma, sjálft slæmt. Próklos flýtir sér að benda á að þetta sjónarmið sé með öllu óásættanlegt. (Af þessu leiðir meira að segja, samkvæmt Próklosi, að slæmleiki sé góður að mati Plótinosar, en ég mun ekki elta ólar við þessa aukamótbáru, því ég tel að hún sé annaðhvort hártogun eða byggð á augljósum misskilningi.16) Síðan er þriðja vandamálið sem Próklos ræðir einnig og sem ég hyggst taka fyrir: (3) Plótinos heldur því fram að efnið sé á einhvern hátt orsök slæmleika í öðrum hlutum: veikinda, fátæktar og lasta í sálum; um leið heldur hann því fram að efnið sé alveg óvirkt; úr því að efnið er án eiginleika og óvirkt mætti halda að það geti ekki verið orsök neins. Próklos er sammála Plótinosi um mörg af grundvallaratriðum málsins: efnið hefur hið Góða sem sína hinstu orsök og hann er sammála þeirri lýsingu að það sé „óafmarkað“, „formlaust“, að það „skorti veru“ og svo framvegis. En hann hafnar því að það sé slæmt. Að mati Próklosar er efnið í sjálfu sér hvorki gott né slæmt (að þessu leyti er hann að endurvekja afstöðu stóumanna): varla getur það ver- ið gott þar sem það skortir allt form og er í vissum skilningi ekkert; en það er nauðsynlegt fyrir smíði alheimsins og það er gott að alheimurinn sé til; í þeim skilningi er það gott. Opsomer (2007) telur gagnrýni Próklosar hárrétta: út frá þeirri staðreynd að eitthvað sé alveg laust við góðleika er ekki hægt að álykta að það sé slæmt: „ekki gott“ merkir ekki það sama og „slæmt“, vegna þess að það að vera slæmur (Opsomer notar orðið „evil“) er ákveðinn eiginleiki sem gefur til kynna getuna til illra verka. Hins vegar orsakar fjarvera ekkert, ekkert getur tekið þátt í henni né „átt“ hana.17 Hið slæma, aftur á móti, er sjálfstæður eiginleiki og ef efnið er slæmt, þá hlýtur það sem býr það til líka að vera slæmt, sé farið eftir þeirri frum- reglu að eðli afleiðingarinnar liggi í orsökinni. En ef efnið er alveg óvirkt og án eiginleika – ef það skortir háttvísi og aðrar góðar eigindir – þá er engin ástæða notadrýgstir: Dominic O’Meara (1998), „Evil in Plotinus“, þar sem hann ræðir mótbárur Prók- losar án þess að taka skýra afstöðu í deilunni. Jan Opsomer (2001) á grein í Phronesis, „Proclus vs. Plotinus on Matter (De mal. subs. 30-7)“, þar sem hann tekur undir með Próklosi; O’Meara (2005) er með nýja grein í Festschrift handa Denis O’Brien, „The Metaphysics of Evil in Plotinus“. Christian Schäfer kemur Plótinosi til varnar í Phronesis árið 2004, en með þeim fórnarkostnaði að afneita því að efnið sé slæmt sem slíkt. Opsomer leggur aftur gagnrýnið mat á greinar O’Mearas og Schäfers í Opsomer (2007) og heldur uppi öflugri vörn fyrir sjónarmið Próklosar. 14 De malorum subsistentia er sú síðasta af þremur stuttum ritgerðum, sem saman eru kallaðar Þrjú smárit (Tria opuscula). Hinar eru Um frelsi (De libertate) og Um forsjónina (De providentia). Þessar ritgerðir hafa einungis varðveist í latneskri 13. aldar þýðingu Vilhjálms frá Moerbeke. Prýðilega enska þýðingu er að finna hjá Opsomer og Steel (2003). 15 Sjá einkum Próklos, Tilvist böls 32. 16 Sjá Tilvist böls 31, 18–21. 17 Opsomer 2007: 180. Hugur 2019-Overrides.indd 74 21-Oct-19 10:47:05
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.