Hugur - 01.01.2019, Side 75

Hugur - 01.01.2019, Side 75
 Kennisetning Plótinosar um efnið sem frumbölið í Níund I.8 (51) 75 til að kalla það slæmt. Ef það hefur enga eiginleika getur það ekki haft neina slæma eiginleika. Ef það gerir ekkert, getur það ekki gert neitt slæmt af sér.18 Hér sjáum við andmælin þrenn sem áður voru rakin kristallast í röð nátengdra hugsana. Próklos og Opsomer reyna að ýta Plótinosi í valþröng: hann verður að velja á milli þess að hið Góða leiði af sér böl sem í meginatriðum lýtur að efninu (með fáránlegum afleiðingum) og viðurkenna að efnið hafi enga eiginleika sem gera því kleift að framkvæma nokkuð, þar með enga slæma eiginleika, og þar með sé engin ástæða til að kalla það slæmt eða böl. Í því sem á eftir fer mun ég reyna að útskýra helstu atriðin í kenningu Plótinosar um böl í I.8., „Hvað eru mein og hvaðan koma þau?“, og um leið ræða og bregðast við þeim mótbárum sem áður eru nefndar. Merkir „ekki gott“ það sama og „slæmt“? Í sumum hversdagslegum tilvikum virðist vissulega rökrétt að hafna því að „slæmt“ leiði af „ekki góðu“. Tökum til dæmis mann sem um er sagt að hann sé alls ekki góð manneskja, í siðferðilegum skilningi – það er ekkert við hann sem er tiltakanlega lofsvert, siðferðilega séð – en hann getur varla talist slæmur heldur, að minnsta kosti ekki í merkingunni „illur“. Við gætum frekar sagt að þessi maður sé meinlaus, ekki slæmur en heldur ekki góður. Með öðrum orðum leiðir hér „slæmt“, hvað þá illt, ekki endilega af „ekki góðu“. Í öðrum tilvikum, hins vegar, getur svo virst sem „slæmt“ leiði af „ekki góðu“. Ímyndum okkur bifvélavirkja sem er alls ekki góður í störfum bifvélavirkja. Hann hefur engar af þeim dyggðum sem við eignum góðum bifvélavirkjum: ómögulegur í að finna út úr því hvað amar að bílnum, seinvirkur og innir verk sitt slælega af hendi í þokkabót. Þetta er fyrir- myndardæmi um slæman bifvélavirkja. Nú gæti einhver bent á að auðvitað eru til bifvélavirkjar sem eru bara í meðal- lagi: ekki beint góðir, en ekki heldur afleitir. Sýnir það ekki fram á að jafnvel í tilviki gæða sem, gæða miðað við sína tegund, leiðir „slæmt“ ekki af „ekki góðu“?19 Ég myndi svara því til að ef meðalbifvélavirkjann okkar skortir alveg einn af þeim eiginleikum sem einkenna góðan bifvélavirkja, þá er hann slæmur í þeim hluta iðnar sinnar, en bætir það upp með því að hafa aðra eiginleika sem eru til góðs. Eða hann kynni að vera síður gæddur einhverri dyggð á sviði bifvélavirkjunar en æskilegt væri: hann ber rétt kennsl á bilunina í bílnum í t.d. 80% tilvika en stendur sig illa í 20%. Hann er góður bifvélavirki að því marki sem hann nær árangri. Að því leyti sem honum mistekst, þar sem góðum bifvélavirkja tækist betur til, er hann slæmur bifvélavirki. Freistandi er að alhæfa: þegar um er að ræða gæði miðað við viðkomandi tegund, það að vera góður sem eitthvað, þá er skortur á eiginleikunum, sem veran sem um ræðir þarfnast til að teljast góð miðað við sína tegund, það sem gerir hana slæma eða lélega sem það tiltekna fyrirbæri.20 18 Sama heimild. 19 Varðandi gæði miðað við viðkomandi tegund: sjá Georg Henrik von Wright (1963): 19–20. 20 Sjá von Wright (1963): 23. Hugur 2019-Overrides.indd 75 21-Oct-19 10:47:05
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.