Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 76

Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 76
76 Eyjólfur K. Emilsson Eins og áður var minnst á vekur Plótinos máls á ýmsum spurningum um hið slæma í fyrsta kafla „Hvað eru mein og hvaðan koma þau?“ Hvaðan kemur það? Hvað er það? Hvernig þekkjum við það? Þekking er þekking á formi (gr. eidos), segir hann, en hvað svo sem hið slæma er, þá getur það ekki verið form. Hvernig er þá hægt að þekkja það? Plótinos leggur til að þar eð andstæður séu þekktar út frá sömu vitneskju og að slæmt sé andstæða góðs, getum við orðið nokkurs vísari um eðli hins slæma með því að athuga fyrst hið góða. Þetta gerir hann í öðrum kafla. Þar lítur hann yfir hið huglæga svið, svið sannrar veru og þess sem er handan verunnar, þ.e. hið Góða, Hugann og Sálina, og finnur enga galla þar á. Þetta er auðvitað óþarfi að taka fram hvað hið Góða sjálft varðar, sem hann lýsir sem því „sem allt annað veltur á“ og „sem allt stefnir að“ (I.8.2, 2–3).21 Það „þarfn- ast einskis, er sjálfu sér nóg, skortir ekkert, er viðmið og samtenging allra hluta, gefandi af sér hug og sanna veru og sál og líf og vitsmunalega virkni“ (I.8.2, 2–6). Hann bendir á að þau fyrirbæri sem koma næst á hæla hins Góða, þ.e. Hugur og Sál, svið sannrar veru, séu einnig sjálfum sér nóg, sameinuð og heil. Hugur og Sál eru sjálfum sér nóg í þeim skilningi að þau eru að öllu leyti það sem það að vera er fyrir þeim, þ.e.a.s. að í aristótelískum skilningi eru, í þeirra tilviki, eðlið og hlutur- inn eitt og hið sama. Hugurinn, hins vegar, er auðvitað háður hinu Góða og Sálin er háð Huganum. Þetta er ástæða þess að Hugur og Sál mynda svið verunnar í fyllstu og sönnustu merkingu (eins og kunnugt er, er hið Góða meira að segja handan sannrar veru).22 Hið huglæga svið er gallalaust, sérhver hlutur innan þess hefur eiginleika til góðs, en af þeim leggur Plótinos mesta áherslu á sjálfsnægtir. Hið slæma er eitthvað sem skortir þá eiginleika til góðs sem Plótinos taldi til- heyra sviði hins skiljanlega. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hið slæma hljóti að vera andstæða þessara eiginleika, „nokkurs konar háttleysi gagnvart háttsemi og takmarkaleysi gagnvart takmörkum og formleysi gagnvart logos og óseðjandi þörf gagnvart því sem er sjálfu sér nægt: alltaf óskilgreint, hvergi stöðugt, hvers kyns áhrifum undirorpið, óseðjandi, algjör fátækt: allt þetta hefur það ekki við sig af tilviljun heldur er þetta á vissan hátt eðli þess“ (I.8.3, 13–17). Þessi sérkenni, sem eru flest auðkennd með neitandi forskeytinu alfa sem gefur til kynna vöntun, eru andstæður þeirra einkenna skiljanlega sviðsins sem gera gott það sem þar er. Að mati Plótinosar eru þau almenn einkenni hins slæma. Röksemdafærsla Plótinosar minnir hér á aðferð okkar við að bera kennsl á góðu og slæmu bifvélavirkjana. Við vissum hverju búast mátti við af góðum bifvélavirkja og við fundum þann slæma með því að sjá hvaða eiginleika hann skorti af þeim sem gera að verkum að við álítum góða bifvélavirkjann góðan. Þráðurinn í hugsun Plótinosar, hvað það að bera kennsl á hið slæma varðar, er í meginatriðum alveg eins. Hann hugsar sem svo: Við þekkjum hið góða; íhugum eiginleika þess; þá vitum við líka hvernig hið slæma er. Þó gæti maður haldið að mikilvægur munur væri á góða og slæma bifvélavirkjanum annars vegar, og hins 21 Sbr. Aristóteles, Meta. 12, 1072b14. 22 Sú hugmynd að svið sálarinnar tilheyri einnig því sem er til í raun og veru kemur víða fyrir í Ní- undunum, en á því er hamrað af sérstökum þunga í „Um návist verunnar, einnar og hinnar sömu, alls staðar samtímis sem heildar“ (VI. 4.–5. [24–25]). Hugur 2019-Overrides.indd 76 21-Oct-19 10:47:05
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.