Hugur - 01.01.2019, Qupperneq 76
76 Eyjólfur K. Emilsson
Eins og áður var minnst á vekur Plótinos máls á ýmsum spurningum um hið
slæma í fyrsta kafla „Hvað eru mein og hvaðan koma þau?“ Hvaðan kemur það?
Hvað er það? Hvernig þekkjum við það? Þekking er þekking á formi (gr. eidos),
segir hann, en hvað svo sem hið slæma er, þá getur það ekki verið form. Hvernig
er þá hægt að þekkja það? Plótinos leggur til að þar eð andstæður séu þekktar
út frá sömu vitneskju og að slæmt sé andstæða góðs, getum við orðið nokkurs
vísari um eðli hins slæma með því að athuga fyrst hið góða. Þetta gerir hann í
öðrum kafla. Þar lítur hann yfir hið huglæga svið, svið sannrar veru og þess sem
er handan verunnar, þ.e. hið Góða, Hugann og Sálina, og finnur enga galla þar á.
Þetta er auðvitað óþarfi að taka fram hvað hið Góða sjálft varðar, sem hann lýsir
sem því „sem allt annað veltur á“ og „sem allt stefnir að“ (I.8.2, 2–3).21 Það „þarfn-
ast einskis, er sjálfu sér nóg, skortir ekkert, er viðmið og samtenging allra hluta,
gefandi af sér hug og sanna veru og sál og líf og vitsmunalega virkni“ (I.8.2, 2–6).
Hann bendir á að þau fyrirbæri sem koma næst á hæla hins Góða, þ.e. Hugur og
Sál, svið sannrar veru, séu einnig sjálfum sér nóg, sameinuð og heil. Hugur og Sál
eru sjálfum sér nóg í þeim skilningi að þau eru að öllu leyti það sem það að vera er
fyrir þeim, þ.e.a.s. að í aristótelískum skilningi eru, í þeirra tilviki, eðlið og hlutur-
inn eitt og hið sama. Hugurinn, hins vegar, er auðvitað háður hinu Góða og Sálin
er háð Huganum. Þetta er ástæða þess að Hugur og Sál mynda svið verunnar í
fyllstu og sönnustu merkingu (eins og kunnugt er, er hið Góða meira að segja
handan sannrar veru).22 Hið huglæga svið er gallalaust, sérhver hlutur innan þess
hefur eiginleika til góðs, en af þeim leggur Plótinos mesta áherslu á sjálfsnægtir.
Hið slæma er eitthvað sem skortir þá eiginleika til góðs sem Plótinos taldi til-
heyra sviði hins skiljanlega. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hið slæma hljóti
að vera andstæða þessara eiginleika, „nokkurs konar háttleysi gagnvart háttsemi
og takmarkaleysi gagnvart takmörkum og formleysi gagnvart logos og óseðjandi
þörf gagnvart því sem er sjálfu sér nægt: alltaf óskilgreint, hvergi stöðugt, hvers
kyns áhrifum undirorpið, óseðjandi, algjör fátækt: allt þetta hefur það ekki við sig
af tilviljun heldur er þetta á vissan hátt eðli þess“ (I.8.3, 13–17). Þessi sérkenni, sem
eru flest auðkennd með neitandi forskeytinu alfa sem gefur til kynna vöntun, eru
andstæður þeirra einkenna skiljanlega sviðsins sem gera gott það sem þar er. Að
mati Plótinosar eru þau almenn einkenni hins slæma.
Röksemdafærsla Plótinosar minnir hér á aðferð okkar við að bera kennsl
á góðu og slæmu bifvélavirkjana. Við vissum hverju búast mátti við af góðum
bifvélavirkja og við fundum þann slæma með því að sjá hvaða eiginleika hann
skorti af þeim sem gera að verkum að við álítum góða bifvélavirkjann góðan.
Þráðurinn í hugsun Plótinosar, hvað það að bera kennsl á hið slæma varðar, er í
meginatriðum alveg eins. Hann hugsar sem svo: Við þekkjum hið góða; íhugum
eiginleika þess; þá vitum við líka hvernig hið slæma er. Þó gæti maður haldið að
mikilvægur munur væri á góða og slæma bifvélavirkjanum annars vegar, og hins
21 Sbr. Aristóteles, Meta. 12, 1072b14.
22 Sú hugmynd að svið sálarinnar tilheyri einnig því sem er til í raun og veru kemur víða fyrir í Ní-
undunum, en á því er hamrað af sérstökum þunga í „Um návist verunnar, einnar og hinnar sömu,
alls staðar samtímis sem heildar“ (VI. 4.–5. [24–25]).
Hugur 2019-Overrides.indd 76 21-Oct-19 10:47:05