Hugur - 01.01.2019, Side 79

Hugur - 01.01.2019, Side 79
 Kennisetning Plótinosar um efnið sem frumbölið í Níund I.8 (51) 79 unartilraun til að sanna mál sitt: Ímyndum okkur per impossibile að ekki væri til neitt nema efnið: væri ekki alveg fáránlegt að álíta að þar væri nokkuð slæmt á ferð? Efnið væri einfaldlega, án þess að gera neinum mein. En er alveg fráleitt að álíta að efnið, ef einungis það eitt væri til, sé slæmt? Ef við höfum í huga þann skilning á hinu slæma að það sé slæm, þ.e. léleg, vera, eins og ég hef fært rök fyrir, þá er alls ekki fáránlegt að halda að efnið sé slæmt í sjálfu sér. Satt er það að efnið er ekkert sérstaklega slæm eða léleg vera. Það er lægra en svo það geti kallast vera. Svo við komum aftur að bifvélavirkjanum okkar, til samanburðar: manneskja sem hefur enga þá hæfileika né aðra kosti sem einkenna bifvélavirkja er ekki slæmur bifvélavirki heldur hreint enginn bifvélavirki. Samt getum við verið sammála um að slík manneskja standi fyrir allt sem við tengjum við slæmleika í bifvélavirkja: hann er svo lélegur bifvélavirki að hann er í raun enginn bifvélavirki, væri freist- andi að segja. Með hliðstæðri rökleiðslu er efnið ekki bara léleg vera, heldur alls engin vera, er lægri en svo hvað slæmleika varðar. Hugsunartilraun Opsomers er aðlaðandi vegna þess að okkur hættir til að halda að gott eða slæmt verði í öllum tilvikum að vera gott eða slæmt fyrir einhvern eða eitthvað. Góðleikinn og slæmleikinn sem hér er um að tefla eru þó ekki þess eðlis, jafnvel þótt satt sé að Plótinos muni færa rök fyrir því að efnið/slæmleiki sé slæmur fyrir aðra hluti eða í það minnsta ábyrgur fyrir slæmleika í öðrum hlutum. En samt er það svo, að jafnvel þótt engin tilviljun sé að það sem er slæmt, í þeirri merkingu sem efnið er slæmt, hafi slæm áhrif á lifandi líkama og sálir, þá tengist auðkenning þess sem slæmleika ekki beinlínis því að það sé slæmt fyrir eitthvað eða einhvern. Enn er þó eftir að sjá hvernig efnið, verandi í eðli sínu skortur og án allra jákvæðra eiginleika, getur haft nokkur áhrif á eitt eða neitt, og sér í lagi hvernig það getur verið orsök nokkurs slæms. Að vísu segir Plótinos nákvæmlega að efnið sé „orsök slæmleika“ eða „uppspretta slæmleika“ en af umfjöllun hans fer ekki á milli mála að hann telur efnið eiga sök á því sem er slæmt annars staðar, að minnsta kosti í þeirri merkingu að ef ekki væri fyrir efnið, þá væri allt gallalaust. Sú fullyrðing að efnið sé orsök einhvers kann að virðast skrýtin og ósennileg í ljósi hinna mörgu neikvæðu eiginleika efnisins, sem er sagt vera eiginleikalaust og í raun óvirkt. Mitt stutta svar er á þá leið að efnið gæti verið skýringin á því hvers vegna sumir hlutir eru eins og þeir eru, án þess að vera virk orsök neins. Sem fyrsta skrefið í þá átt að útskýra þetta er rétt að skoða stuttlega hugmyndina um „slæmt fyrir ein- hvern eða eitthvað“. Í ritgerðinni okkar er aðeins minnst á tvennt sem hugsanlega gæti haft við sig eitthvað sem er slæmt fyrir það og orðið slæmt: lifandi líkama og sálir. Í annarri ritgerð, „Um frumgæðin og önnur gæði“, þeirri síðustu sem Plótinos skrifaði (númer 54 á lista Porfyríosar eftir tímaröð) og því mjög nálægt ritgerðinni okkar í tíma, þá tekur hann skýrt fram að ekkert slæmt geti hent dauða hluti á borð við stein (I.7.3, 6–8). Samt er rót hins slæma fyrir lifandi líkama fólgin í líkamlegri náttúru sem slíkri, sem aftur útskýrist af efninu. Plótinos segir okkur hvers vegna í 4. kafla ritgerðar okkar. Þar segir hann: Hugur 2019-Overrides.indd 79 21-Oct-19 10:47:06
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.