Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 80

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 80
80 Eyjólfur K. Emilsson Náttúra líkama, að svo miklu leyti sem hún á hlutdeild í efninu, verður slæm, en er ekki hinn upphaflegi slæmleiki. Því líkamar hafa nokkurs konar form sem er ekki raunverulegt form og þeir eru sneyddir lífi, og í óreiðukenndri hreyfingu sinni eyðileggja þeir hver annan, þeir aftra sál- inni frá sinni réttu starfsemi og þeir víkja sér undan verundardómi með því að vera á stanslausu flæði, verandi afleiddur slæmleiki.27 Svo virðist sem efnið sé hér gert ábyrgt fyrir þrenns konar neikvæðum áhrifum: (a) að form líkama sem birtast í því séu fölsk; (b) óstöðugu og eyðileggjandi eðli líkama; og (c) að aftra sálinni, fyrir tilstilli (a) og (b), frá sinni réttu starfsemi. Ég mun taka fyrir þessar meintu sakir efnisins eina af annarri. Til að skilja til fulls hvernig efninu er kenna um (a) og (b), að mati Plótinosar, er nauðsynlegt að gera grein fyrir sýn hans á sambandið milli efnis, líkama og rúmleika (e. spatiality).28 Útskýringin er í þremur skrefum. (1) Í ritgerðinni „Um efnið“ (II.4 [12]), einni af þeim elstu, lætur Plótinos ímyndaðan andstæðing spyrja svohljóðandi spurn- ingar: „Ef [efnið] er rúmtakslaust, hvað myndi það þá leggja af mörkum, ef það leggur hvorki af mörkum til forms og eiginda né heldur til víddar og rúmfangs, sem virðist hvarvetna koma til líkama frá efni þeirra … Svo að þetta tal um stærðarleysi efnisins er innantómt.“ (II.4.11, 4–13). Í kjölfarið svarar hann þessari ásökun. Þó svo að smáatriði í umfjöllun hans séu enn nokkuð óljós, þá eru eftir- talin atriði sæmilega skýr: efnið sjálft er án rúmfangs og víddar. Rúmfang og vídd eiga almennt séð heima á sviði forms og koma til efnisins fyrir atbeina verkvísa (logoi poiētikoi) sem tilheyra lægstu birtingarmynd sálarinnar, náttúrunni (fysis) (cf. III.6.18). Þessum verkvísum má líkja við erfðavísa eða forrit sem stýrir gangi mála í skynheiminum. Ekki má heldur rugla efninu saman við massa (onkos): „[efnið] tekur við afganginum af eiginleikum sínum um leið og það verður að massa“ (II.4.11, 26–27).29 Hins vegar er auðvelt að rugla efninu saman við massa, vegna þess að þegar sálin reynir að ímynda sér efnið, hefur hún engin ráð til þess, svo að útkoman verður mynd af massa (II.4.11). Eigi að síður er sérstakt samband milli annars vegar efnisins og hins vegar rým- is og víddar. „Massi“ (onkos), „rúmtak“ (megeþos) og „vídd“ (diastēma) eiga samleið hjá Plótinosi; þetta eru skilgreinandi hugtök um líkama og merkja öll eða gefa til kynna rúmleika.30 Hann segir að frumgeta efnisins, ef svo má segja, sé getan til að hafa massa og ennfremur að „efnið tekur við formum líkama í rúmfangi“, sem ég skil á þann veg að form líkama eru rúmlæg og koma fyrir í ákveðnu rúmlægu umfangi. Auk þess segir hann, í sama sambandi: „… efnið tekur við því sem það tekur við í rúmlægri vídd vegna þess að það sjálft er móttækilegt fyrir vídd.“ (II.4.11, 17–19). Svo virðist sem að jafnvel þótt efnið fái á sig rúmtak um leið og 27 Plótinos, Níundirnar I.8.4, 1–6. 28 Eftirfarandi málsgreinar auka við umfjöllunina um efnið, líkama og rúmfang, sjá Eyjólfur K. Emilsson (2017): 200–204. 29 Maður tekur bara svo til orða þegar sagt er að efnið verði að massa: strangt til tekið verður efnið aldrei að neinu. 30 Sjá Luc Brisson (2000) varðandi hugtakið massa (onkos). Hugur 2019-Overrides.indd 80 21-Oct-19 10:47:06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.