Hugur - 01.01.2019, Síða 82

Hugur - 01.01.2019, Síða 82
82 Eyjólfur K. Emilsson gildir um tiltekna hluta eins og sama líkama sem fyrirfinnast í rúmi. Þannig að í kjölfar rúmlægninnar fylgja aðgreining, einangrun og átök: hver líkami er út af fyrir sig, á sínum stað og með sínar eigindir. Eigindir hans, þ.m.t. rýmistengdir eiginleikar hans, eru endurspeglanir í efninu, sem efnið getur hins vegar ekki lagt undir sig og því hafa þær engin áhrif á það. Ein afleiðing af þessum aðstæðum er að eigindir líkama eru ekki mjög fastar í sessi, geta alltaf orðið fyrir árekstrum og eyðileggingu af völdum gagnstæðra eiginda annarra nærliggjandi líkama.33 Í ritgerðinni „Um forsjónina“ (III.2. [47]) ber Plótinos saman huglæga og skynjanlega heiminn á eftirfarandi hátt: Eðli Hugar og veru er hinn sanni og fyrsti alheimur, sem er ekki að- skilinn frá sjálfum sér og ekki veiklaður af sundrungu og er ekki einu sinni ófullkominn í hlutum sínum, því hver hluti er ekki útilokaður frá heildinni; en Hugurinn í heild sinni lifir og hugsar allur saman í einu og gerir hluta að heild og bindur allt saman í vináttu við sjálfan sig, því einn hluti er ekki aðgreindur frá öðrum og er ekki orðinn bara einstæðingur, fráhverfur öllu öðru; og þess vegna brýtur einn ekki gegn öðrum, jafnvel þótt þeir séu andstæðir.34 Þetta textabrot varpar ljósi á skoðun Plótinosar, ekki aðeins á afstöðu hluta innan hugarheimsins heldur einnig í hinum skynjanlega heimi. Hann gefur í skyn að í skynjanlega heiminum ríki aðgreining, annarleiki og firring í samanburði við hvernig ástatt er í hinum æðri heimi. Þessir eiginleikar skynjanlega heimsins eru tilkomnir vegna einangrunar og fráhvarfs hluta sem dæmdir eru til rúmlægrar tilvistar, sem aftur stafar af vangetu efnisins til að veita formi fyllilega viðtöku. Jafnvel þó svo að líkamar séu viðkvæmir og yfir þeim vofi stöðugt hætta á breytingum eða eyðileggingu af völdum annarra líkama, virðist Plótinos, eins og fyrr er getið, ekki gera ráð fyrir að nokkuð geti verið slæmt fyrir líflausa líkama. Líflausir líkamar kunna að vera slæmir, eru jafnvel slæmir í eðli sínu, því þeir fela óhjákvæmilega í sér efnið, en ekkert er slæmt fyrir þá frekar en neitt er slæmt fyrir efnið sjálft. Hin stöðuga barátta og óstöðugleiki líkama er hins vegar uppspretta slæmleika í lifandi líkömum. Um þetta segir Plótinos: En sé gert er ráð fyrir að einnig hlutir utan sálarinnar geti verið slæmir, til dæmis veikindi eða fátækt, hvernig má þá rekja þá aftur til eðlis efn- isins? Veikindi eru skortur á efnislegum líkömum (sōmatōn enulōn) eða ofgnótt þeirra, sem viðheldur ekki reglu og háttsemi; ljótleiki er efni sem form hefur ekki náð valdi á; fátækt er skortur á og neitun um hluti sem við þörfnumst vegna efnisins sem við erum samföst, sem er í eðli sínu þurfandi.35 33 Síðari tíma nýplatonskir skýrendur hafa bent á kennisetningu Plótinosar um ‚baráttuna fyrir plássi‘ í skynheiminum: sjá Elias, In Porph. Is., 85, 14–17; In Cat. 5, 179, 1–13; David, In Porph. Is 18, 149, 6–11. 34 Plótinos, Níundirnar III.2.1, 27–35. 35 Plótinos, Níundirnar I.8.5, 21–26. Hugur 2019-Overrides.indd 82 21-Oct-19 10:47:06
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.