Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 84

Hugur - 01.01.2019, Blaðsíða 84
84 Eyjólfur K. Emilsson nokkurs konar þrengsli39 og með því að gera slæmt allt sem það hefur náð tangarhaldi á með eins konar þjófnaði – uns sálinni auðnast að flýja aftur til síns æðra ástands.40 Holdgerving gefur sem sagt til kynna að skynsemishluta sálarinnar lánist ekki að raungera æðri krafta sína. Haldið er aftur af henni og hún raunar „aðþrengd“ í þeim skilningi að líkaminn og lægri sálin láta hana aldrei í friði, með þeirri afleiðingu að skynsemiskröftum sálarinnar er varið til líkamslífsins og hún finnur ekki aðföngin til að lyfta sér upp yfir þetta svið. Eins og það horfir við mér vakna þrjár meginspurningar varðandi þessa út- listun. (1) Er þeirri staðföstu skoðun Plótinosar, að ekkert sem er neðan sálarinnar geti haft áhrif á hana, teflt í tvísýnu í ritgerðinni sem hér er til umfjöllunar? (2) Hvert er orsakahlutverk efnisins í þessu sambandi? Er það þess bært að skáka þeirri skoðun Plótinosar að efnið sé óvirkt? (3) Tekst Plótinosi að setja fram skýr- ingu sem gerir efnið að einustu rót alls sem slæmt er? Getur verið að eitthvað við sálina sem er efninu óviðkomandi beri einnig nokkra sök? (1) Í öðrum eldri ritgerðum virðist Plótinos hafna því að sálin, þar með talin lægri sálin, verði fyrir áhrifum af samskiptum sínum við líkamann. Á þetta er lögð mjög mikil áhersla í fyrsta hluta ritgerðarinnar „Um ónæmi hins líkamslausa fyrir áhrifum“ (III.6.1–5 [26]), en þetta sjónarmið er til að mynda einnig ríkj- andi í hinni löngu ritgerð um sálina, „Ráðgátur um sálina“ (IV.3.–5. [27–29]).41 Í ritgerðinni sem við erum hér að fást við talar hann hins vegar um að lægri sálin verði slæm vegna samneytis hennar við líkama og gegnum hann samneytis við efnið. Hann ræðir jafnvel um að efnið sýki (eða fylli: anapimplanai) sálina með slæmleika sínum þegar sálin horfir inn í það (I.8.5, 22). Þar að auki ræðir hann hér, eins og áður var getið, um að lægri sálin sé blönduð saman við líkama og efnið, en samkvæmt hinni viðteknu skoðun á sér ekki stað nein raunveruleg sam- blöndun sálar og líkama. Því vaknar spurningin: Hverfur Plótinos hér frá þeirri fyrri skoðun sinni að ekkert hafi áhrif á sálina neðan frá? Ég tel ekki víst að hann geri það. Einnig í Níund III.6, þar sem því er svo eindregið haldið fram að ekkert líkamlegt hafi áhrif á sálina, viðurkennir Plótinos fúslega að í vissum skilningi hafi það sem sálin horfir á áhrif á hana. Í byrjun 5. kafla þeirrar ritgerðar spyr hann, eftir að hafa fært kröftuglega rök fyrir því í fyrri köflum að sálin sé laus við áhrif: „Hví ættum við þá að reyna að frelsa sálina undan áhrifum (apatþē…poiein), þegar ekkert hefur haft áhrif á hana til að byrja með (mēde tēn archēn paschousan)?” Það sem hér er í húfi er viss margræðni hugtaksins áhrif (gr. paþos, e. affection) og skyldra orða. En eins og Barry Fleet útskýrir42, þá er annars vegar um að ræða að verða fyrir áhrifum í verufræðilegum skilningi (sem hendir ekki sálina) og hins vegar í siðfræðilegum skilningi, sem hendir sál- ina. Hið síðarnefnda breytir hins vegar ekki eðli sálarinnar. Það er í fyrrnefndu, 39 Sbr. Platon, Samdrykkjan 206d. 40 Plótinos, Níund I.8.14, 44–49. 41 Kennisetningin um ónæmi sálarinnar fyrir áhrifum er þaulrædd í nýlegri grein eftir Christopher Isaac Noble (2016). Sjá einnig Emilsson 2017: 161–165 og Caluori 2015: 152–163. 42 Barry Fleet 1995: athugasemdir ad loc. Hugur 2019-Overrides.indd 84 21-Oct-19 10:47:06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.