Hugur - 01.01.2019, Side 91
Kennisetning Plótinosar um efnið sem frumbölið í Níund I.8 (51) 91
(að þeirri síðustu undanskilinni) er lík fyrirmyndarorsök sinni, þ.e.a.s. hefur ein-
ingu til að bera að einhverju marki, en einnig ólík, þ.e. minna sameinuð en orsök
hennar. Þar af leiðir að mynd af X er bæði lík og ólík X, verandi hvort tveggja ein
og heil og ekki ein og heil.
Þetta veldur ýmsum skringilegheitum í kerfinu, strax á sviði hins Góða og
Hugarins. Því jafnvel þótt fyrsta afurð hins Eina, Hugurinn, sé ekki slæmur, er
hann augljóslega minna góður og minna sameinaður en hið Góða sjálft. Þannig
að strax á fyrsta stiginu framleiðir hið Góða eitthvað sem er óæðra – manni liggur
við að segja verra – og ólíkt sér. En ef hið Góða á að framleiða eitthvað annað,
þá hlýtur afurð þess auðvitað að vera síður góð en það sjálft. Auk þess er það ein
grundvallarforsenda kerfisins að hið Góða muni framleiða eitthvað annað. Úr því
að svo er, og í ljósi annarra forsendna sem hér hafa verið reifaðar, þá leiðir af því
að á endanum verður til eitthvað sem hefur eðliseiginleika efnisins og þetta mætti
að sönnu kalla slæmleika.
Önnur afleiðing af þessum síðustu þönkum er að það getur farið að virðast
ankannalegt að Plótinos einskorði hugtakið „slæmt“ við skynheiminn. Maður
gæti haldið að sjálfur Hugurinn, jafnvel þótt hann sé mjög góður, sé einnig dá-
lítið slæmur, því hann stenst ekki alveg samanburð við fullkomleika hins Góða,
og hliðstæð rök gilda um Sálina. Við gætum jafnvel haldið að slíka skoðun, að
Hugurinn og Sálin séu dálítið slæm, sé að finna í tökum mínum á merkingu
orðsins „slæmt“ sem er í húfi í röksemdafærslunni í aðdraganda skilgreiningar-
innar á „slæmleika“ út frá neitandi hugtökum (sjá bls. 76 hér að ofan). En þannig
er málum ekki háttað, samkvæmt Plótinosi: „slæmt“ einskorðast við skynjanlega
heiminn. Eins og áður hefur komið fram er hann reiðubúinn að samþykkja að
Sálinni og jafnvel Huganum sé að sumu leyti ábótavant samanborið við hið Góða,
en þau eru ekki slæm og eru raunar fullkomin á sína vísu (sjá bls. 87 hér að ofan).
Ein ástæða fyrir þessu er eflaust sú að Plótinos tekur mjög alvarlega fullyrðingu
Platons í Þeætetosi 176a þar sem segir: „Böl verður aldrei upprætt … því það verður
alltaf að vera eitthvað sem er andstætt hinu góða; og ekki er hægt að finna því stað
meðal goðanna, heldur verður það óumflýjanlega á sveimi um dauðlega náttúru
og þetta svið hérna.“ Að hans mati má segja að hvaða sál sem er tilheyri guðlega
sviðinu, svo að hann hefur orð Platons fyrir því að í sálum sem slíkum sé ekkert
slæmt. Önnur skýring og heimspekilegri, ef svo má segja, á afstöðu hans í þessu
máli er sú staðreynd að hann staðhæfir að meira að segja sálir séu verundir, heilar
verur, en hlutir í skynjanlega heiminum séu það hins vegar ekki. Svo að þótt
Plótinos viðurkenni að Sál og Hugur séu ekki jafn fullkomin og hið Góða, myndi
hann samt staðhæfa að huglægir hlutir séu fullkomnir á sína vísu. Jafnvel þótt
hinn huglægi hestur, til dæmis, sé ekki fullkomnasta fyrirbæri sem til er og sé ým-
iss ábótavant miðað við hið Góða, er honum samt sem áður í engu ábótavant sem
hesti. Skynjanlegar verur bregðast hins vegar vegna þess að þær eiga hlutdeild í
efninu; þær eru ekki fyllilega og einvörðungu það sem þær eru sagðar vera. Þar af
leiðandi eru þær lélegar, þ.e. slæmar, verur.
Niðurstaðan er sem sagt sú að skoðanir Plótinosar á efninu og slæmleika séu
ekki mótsagnakenndar. Að minnsta kosti hrína hinar venjulegu mótbárur gegn
Hugur 2019-Overrides.indd 91 21-Oct-19 10:47:06