Hugur - 01.01.2019, Síða 95

Hugur - 01.01.2019, Síða 95
 Að læra að vera frjáls 95 Kenningin um frelsi sem Locke setti fram í kaflanum um sjálfstjórn í annarri útgáfu Ritgerðarinnar var ekki einber hugtakagreining og fjallaði ekki aðeins um hvað tal um frelsi merkir. Henni var líka ætlað að skýra hvernig fólk getur lært að hafa skynsamlega stjórn á sjálfu sér. Án slíkrar sjálfstjórnar er frelsið mönnum einskis virði, eftir því sem Locke segir. Hann bætir því svo við að ekki sé kostur á sönnu frelsi nema menn læri sjálfstjórn, því hafi skynsemin ekki taumhald á manni, þá sé hann of brjálaður til að njóta sín sem frjáls maður.5 Menntaheimspekin sem Locke setti fram í Menntamálum og Skilningsgáfunni snýst að miklu leyti um þá fornu hugsun að enginn geti að sönnu lifað sem frjáls maður án þess að temja sér góðar venjur. Til þess að skilja þessa menntaheimspeki og hvernig skrif Lockes um uppeldi barna koma heim og saman við frjálslyndið, sem hann boðaði í skrifum sínum um stjórnmál6 og trúfrelsi7, þarf að lesa það sem hann segir um uppeldis- og menntamál í samhengi við kaflann um sjálfstjórn í annarri útgáfu Ritgerðarinnar. Ef Menntamálin eru lesin án hliðsjónar af öðrum skrifum Lockes virðist stefna hans í uppeldismálum snúast meira um aga en frelsi. Það er því skiljanlegt að sumir fræðimenn haldi því fram að hún sé ekki í anda þess frjálslyndis sem Locke er frægur fyrir. Joseph Carrig segir til dæmis að Locke leggi meiri áherslu á að stjórna ungu fólki og temja það en leyfa því að njóta frelsis.8 Joel Spring tekur í sama streng í yfirlitsriti um menntaheimspeki frá ýmsum tímum og segir að viðhorf Lockes til barna og uppeldis einkennist af stjórnlyndi og ráðríki fremur en frjálslyndi.9 Eins og fram kemur í ágætu yfirliti í nýlegri grein eftir Ritu Koganzon styður fjöldi fræðimanna þessa túlkun og heldur því fram að mennta- stefna Lockes hafi ekkert með frelsi að gera.10 Það eitt að barn sé látið afskiptalaust og fái að fara sínu fram öldungis óhindrað tryggir ekki frelsi af því tagi sem Locke talaði fyrir. Skýringar hans á því hvers vegna meira þarf til en tómt afskiptaleysi svo barni lánist að lifa frjálsmannlega er hvorki að finna í Menntamálunum né Skilningsgáfunni. Þær eru í Ritgerðinni og þess vegna er ekki ljóst af skrifum Lockes um menntamál einum og sér hvernig menntastefna hans tengist frjálslyndinu. Það kemur því ekki á óvart að fræði- menn sem skoða það sem Locke segir um menntun í samhengi við önnur skrif hans gera síður lítið úr frjálslyndi hans en þeir sem einblína á það sem hann sagði um uppeldi, nám og kennslu. Einn þessara fræðimanna er Nathan Tarcov. Í bók sinni Locke’s Education for Liberty segir hann að það að stjórna börnum, eins og Locke mælti með, geti „þegar best lætur búið þau undir skynsamlega sjálfstjórn“.11 Í bókarlok hefur hann farið yfir helstu atriðin í menntaheimspeki Lockes og styður þá niðurstöðu að frelsi, hvort sem um er að ræða frelsi undan og grein. Tilvitnanir í Menntamál eru þýddar eftir Locke 1989 og merktar með númeri greinar. Tilvitnanir í Skilningsgáfuna eru þýddar eftir Locke 1993a og merktar með númeri greinar. 5 Locke 1959: II:xxi:§51. 6 Locke 1993b. 7 Locke 1983. 8 Carrig 2001: 55. 9 Spring 2008: 161–168. 10 Koganzon 2016. 11 Tarcov 1999: 93. Hugur 2019-Overrides.indd 95 21-Oct-19 10:47:06
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.