Hugur - 01.01.2019, Page 103

Hugur - 01.01.2019, Page 103
 Að læra að vera frjáls 103 a) Ef einhver óróleiki knýr á vilja manns svo hann hneigist til að kjósa ranga breytni b) þá mun umhugsun skapa nýjan óróleika, sem knýr fastar á, með þeim af- leiðingum að hann hneigist til að kjósa rétta breytni c) svo fremi hann hafi þekkingu til að átta sig á aðstæðum og hafi vanist á að sækjast eftir heiðri og forðast skömm. Locke segir ekki að þetta eitt og sér dugi til að færa fólki skynsamlega sjálfstjórn og hann segir heldur ekki að dygðir manna nái fullum þroska með því einu að þeir stjórnist af heiðri og skömm. Eins og fram kemur í niðurlagi tilvitnunarinnar telur hann að þetta sé stofn sem hægt er að græða á „hinar sönnu forsendur siðferðis“. Það má því ætla að hann hafi talið þá sem hirða um skömm og heiður á réttri leið til þroska þótt þeir væru ekki endilega fullnuma í góðu siðferði. Marta Jimenez51 eignar Aristótelesi nokkurn veginn þessa sömu hugsun í doktorsritgerð sinni sem fjallar um hvernig það að kunna að skammast sín gegnir lykilhlutverki í umfjöllun hans um siðferðilegan þroska. Við getum fallist á allt það sem Aristóteles og Locke segja um skömm og heiður og samt álitið að sumir sem láta sér annt um heiður sinn lagi breytni sína gagnrýnislaust að ríkjandi almenningsáliti. Þeir töldu hvorugur að menn yrðu fullþroska með því einu að semja sig að því sem aðrir telja sómasamlegt. Sam- kvæmt Locke er það gott fyrir börn að hirða um heiður og skömm, því það venur þau á að hugsa áður en þau framkvæma – fresta því að láta þann óróleika sem knýr á stjórna gerðum sínum og nota frestinn til ígrundunar. Sú venja að hirða um heiður og skömm styður þannig við skynsamlega sjálfstjórn vegna þess að hún fær fólk til að hika við að láta umhugsunarlaust undan löngun sinni og það er þetta hik sem gefur skynsamlegri hugsun möguleika á að hafa áhrif á viljann. Í Menntamálunum ráðleggur Locke ekki aðeins að börnum séu innrættar venjur sem styðja við rétta breytni og gera skynsamlega sjálfstjórn mögulega. Hann lýsir líka námskrá sem samanstendur af svipuðum greinum og kenndar eru í flestum skólum fyrir börn og unglinga nú á seinni öldum.52 Námsgreinarnar sem Locke mælti einkum með eru lestur, skrift, reikningur, náttúrufræði, samfélagsfræði, bókfærsla, landafræði, saga, erlent nútímamál, latína, siðfræði og kristin fræði, dans, jarðrækt, smíði og teikning. Sumum þessum fögum sagðist Locke mæla með vegna þess að þau hefðu beint nytjagildi. En sum þeirra, einkum stærð- fræðina, taldi hann til þess fallin að þjálfa hugann og stuðla að því að menn réðu ráðum sínum með skynsamlegum hætti. Einnig taldi hann sum fögin gagnast til að gera börn vönd að virðingu sinni og innræta þeim stolt af því tagi sem menn þurfa að hafa til að hirða með réttum hætti um skömm og heiður. Í samræmi við þessa áherslu mælti Locke með því að fullorðnir kæmu fram við börn sem skynsemisverur fremur en óvita: Það vekur ef til vill undrun að ég skuli nefna rökræður við börn: Þó hlýt ég að álíta rökræður réttu leiðina til að eiga við þau. Þau skilja rök um 51 Jimenez 2011. 52 Atli Harðarson 2011. Hugur 2019-Overrides.indd 103 21-Oct-19 10:47:07
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.