Hugur - 01.01.2019, Page 105

Hugur - 01.01.2019, Page 105
 Að læra að vera frjáls 105 Þverstæða siðferðilegs uppeldis – lokaorð Vandamálið sem Peters (1974) reifaði felst í því að skýra hvernig það má vera að uppeldi sem aðrir stjórna leiði til sjálfstjórnar eða, svo notað sé orðalag Peters, „hvernig börn komast inn í höll skynseminnar ef leiðin þangað liggur um garð venju og siðar“.57 Kristján Kristjánsson hefur fjallað um þessa ráðgátu og komist að þeirri niðurstöðu að allar kenningar um siðferðisþroska sem sverja sig í ætt við siðfræði Aristótelesar standi frammi fyrir sama vanda og Peters reifaði.58 Þótt Aristóteles hafi lýst getu manns til að láta stjórnast af eigin skynsemi svo, að hún yrði ekki til nema aðrir stjórnuðu honum framan af ævi og innrættu honum réttar venjur, útskýrði hann ekki hvernig menn öðluðust skynsamlega sjálfstjórn við það að vera stjórnað af öðrum – hvernig ósjálfstæði gæti alið af sér sjálfstæði. Kristján Kristjánsson sem manna mest hefur ritað um siðferðilegt uppeldi í anda Aristótelesar segir að þótt við vitum að þetta gerist með einhverjum hætti, vanti ítarlega greinargerð fyrir því hvernig þetta gerist og þeir eftirmenn Aristótelesar sem fjalla um siðferðilegt uppeldi hafi lítið gert til að fylla í þessa eyðu í kenn- ingum hans.59 Hvorki Peters né Kristján nefna Locke í þessu sambandi. Hann er þó líklega sá heimspekingur sem hefur fjallað um efnið af mestri skarpskyggni. Kenning hans um venjur sem gera mönnum mögulegt að ná skynsamlegri stjórn á eigin vilja er að minnsta kosti athyglisverð tilgáta um mögulega lausn á umræddu vandamáli. Hún samrýmist vel aristótelískri dygðasiðfræði af því tagi sem mest ber á nú um stundir í skrifum um siðferðilegt uppeldi og Kristján Kristjánsson fjallar um í bókum sínum60 enda átti Locke að mörgu leyti samleið með Aristótelesi eins og Leibniz benti raunar á fljótlega eftir að Ritgerðin kom út.61 Nokkrum árum áður en Locke lauk þeim þrem verkum sem hér hefur verið fjallað um – annarri útgáfu Ritgerðarinnar, Skilningsgáfunni og Menntamálunum – skrifaði hann Tvær ritgerðir um ríkisvald (Two Treatises of Government). Í því verki fjallaði hann meðal annars um náttúrlegt frelsi mannsins og segir að það feli í sér að „vera frjáls undan öllum jarðneskum yfirvöldum“.62 Hann gerir samt ráð fyrir að börn lúti stjórn foreldra sinna sem „hafa viss yfirráð yfir þeim er þau koma í heiminn og um nokkurt skeið á eftir“.63 Þannig erum vér borin frjáls eins og vér erum viti borin, þó svo að vér njótum hvorugs frá fæðingu, heldur veitist oss það hvort tveggja með aldrinum. Vér getum því vel séð hvernig náttúrlegt frelsi samrýmist undirgefni við foreldra …64 57 Peters 1974: 272. 58 Kristján Kristjánsson 2007: 31–47. 59 Kristján Kristjánsson 2013: 277. 60 Kristján Kristjánsson 2007, 2013, 2015, 2018. 61 Leibniz 1981: 47. 62 Locke 1993b: §22. 63 Locke 1993b: §55. 64 Locke 1993b: §61. Hugur 2019-Overrides.indd 105 21-Oct-19 10:47:07
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.